Förðunarrútína Viktoríu slær í gegn á TikTok

Förðunartrix | 26. maí 2023

Förðunarrútína Viktoríu slær í gegn á TikTok

Að undanförnu hefur söngkonan Viktoría Kjartansdóttir slegið í gegn á TikTok, en þar hefur hún verið dugleg að deila sínum uppáhaldsförðunarvörum við góðar undirtektir. Fylgjendur hennar fengu svo ósk sína uppfyllta í vikunni þegar Viktoría deildi loksins förðunarrútínu sinni frá a til ö.

Förðunarrútína Viktoríu slær í gegn á TikTok

Förðunartrix | 26. maí 2023

Viktoría Kjartansdóttir er með gott auga fyrir fallegri förðun.
Viktoría Kjartansdóttir er með gott auga fyrir fallegri förðun.

Að undanförnu hefur söngkonan Viktoría Kjartansdóttir slegið í gegn á TikTok, en þar hefur hún verið dugleg að deila sínum uppáhaldsförðunarvörum við góðar undirtektir. Fylgjendur hennar fengu svo ósk sína uppfyllta í vikunni þegar Viktoría deildi loksins förðunarrútínu sinni frá a til ö.

Að undanförnu hefur söngkonan Viktoría Kjartansdóttir slegið í gegn á TikTok, en þar hefur hún verið dugleg að deila sínum uppáhaldsförðunarvörum við góðar undirtektir. Fylgjendur hennar fengu svo ósk sína uppfyllta í vikunni þegar Viktoría deildi loksins förðunarrútínu sinni frá a til ö.

Viktoría er búsett í París í Frakklandi þar sem hún stundar nám við tónlistarskólann Paris College of Music. 

Með yfir 25 þúsund fylgjendur

Viktoría er með yfir 25 þúsund fylgjendur á TikTok, en samtals hafa yfir 2,4 milljónir líkað við myndskeið hennar þar. Myndskeið af förðunarrútínu Viktoríu hefur þegar vakið mikla athygli á miðlinum enda hafa fylgjendur hennar beðið spenntir eftir að skyggnast betur ofan í snyrtibudduna hennar. 

Fyrsta varan sem Viktoría notar er ljómagrunnurinn Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilbury. Hún blandar honum á húðina með svampi og setur svo farða yfir með sama svampi. Til að birta undir augun notar hún svo ljósan hyljara. 

Því næst skyggir hún andlitið með kremskyggingarstifti og notar fallegan kremkinnalit frá Fenty Beauty sem gefur húðinni mikinn ljóma. Það er svo ljómavaran Beauty Light Wand frá Charlotte Tilbury sem setur punktinn yfir i-ið, en hún setur vöruna efst á kinnbeinin og fremst á nefið á sér.

Varablýantur frá Charlotte Tilbury í uppáhaldi

Á augun notar hún kremsólarpúður frá Fenty Beauty. Á varirnar notar hún varablýant frá Charlotte Tilbury, en hún hefur áður deilt myndskeiði þar sem hún sagði litinn Pillow Talk vera í sérstöku uppáhaldi og því ekki ólíklegt að sá litur hafi orðið fyrir valinu.

Hún virðist nota augabrúnagel á augabrúnirnar og setur svartan maskara á augnhárin. Síðan býr hún til lítinn væng með dökkbrúnum augnskugga og klára svo förðunina með því að setja hvítan augnblýant í vatnslínuna. 

mbl.is