Skoðaði Norður-Ítalíu á þremur dögum fyrir rúmar 4.300 krónur

Ítalía | 8. apríl 2024

Skoðaði Norður-Ítalíu á þremur dögum fyrir rúmar 4.300 krónur

Ítalía er heillandi áfangastaður sem marga dreymir um að heimsækja. Landið býður upp á ótal spennandi borgir og bæi sem státa af einstökum sjarma. Það getur því reynst þrautinni þyngra að velja einn stað til að vera á. 

Skoðaði Norður-Ítalíu á þremur dögum fyrir rúmar 4.300 krónur

Ítalía | 8. apríl 2024

Hvernig hljómar þriggja daga ferðalag um norðurhluta Ítalíu fyrir rúmar …
Hvernig hljómar þriggja daga ferðalag um norðurhluta Ítalíu fyrir rúmar 4.300 krónur? Samsett mynd

Ítalía er heillandi áfangastaður sem marga dreymir um að heimsækja. Landið býður upp á ótal spennandi borgir og bæi sem státa af einstökum sjarma. Það getur því reynst þrautinni þyngra að velja einn stað til að vera á. 

Ítalía er heillandi áfangastaður sem marga dreymir um að heimsækja. Landið býður upp á ótal spennandi borgir og bæi sem státa af einstökum sjarma. Það getur því reynst þrautinni þyngra að velja einn stað til að vera á. 

Alessia Armenise, ferðasérfræðingur ferðavefs Condé Nast Traveller, er með góða lausn fyrir þá sem eru með valkvíða og vilja upplifa allt það besta sem ákveðin svæði innan Ítalíu hafa upp á að bjóða á stuttum tíma. Armenise birti á dögunum grein sem inniheldur meðal annars leiðarvísi fyrir þriggja daga ferðalag um norðurhluta Ítalíu þar sem fimm borgir eru heimsóttar. 

Hún segir leyndarmálið á bak við það að upplifa sem mest á stuttum tíma vera að kaupa þriggja daga lestarmiða, en hann kostar ekki nema 29 evrur eða rúmar 4.300 krónur og býður upp á ótakmörkuð ferðalög um flest svæði Ítalíu og aðgang að flestum lestum. 

Norður-Ítalía á þremur dögum

Að sögn Armenise er norðurhluti Ítalíu með mun betra járnbrautakerfi en suðurhlutinn og því býður ferðalag um það svæði upp á flesta möguleika. Hún mælir með því að ferðalangar byrji á því að velja þá áfangastaði innan svæðisins sem eru efst á óskalistanum og plana ferðalagið síðan út frá því. 

Leiðarvísir Armenise er sérstaklega hugsaður fyrir matarunnendur sem vilja fara í rómantíska ferð og upplifa allt það besta sem norðurhluti Ítalíu hefur upp á að bjóða. Í þessum leiðarvísi eru fimm borgir heimsóttar – Feneyjar, Verona, Mantova, Medona og Bologna. 

Dagur 1 – Feneyjar til Verona

Ferðalagið byrjar í Feneyjum sem er þekkt fyrir að bjóða ferðalögnum upp á töfrandi upplifun sem gleymist seint. Þar er auðvelt að eyða deginum í að ganga niður steinsteyptar götur, fara á söfn og skoða hið goðsagnakennda La Fenice-leikhús. Armenise mælir með því að enda daginn á kvöldverði í Dorsoduro sem er líflegt háskólahverfi í Feneyjum. 

Frá Feneyjum er Frecciarossa-lestin eða venjulega svæðislestin tekin frá Venzia S. Lucia-lestarstöðinni til Verona Porta Nuova. 

Feneyjar bjóða upp á töfrandi upplifun.
Feneyjar bjóða upp á töfrandi upplifun. Ljósmynd/Unsplash/Damiano Baschiera

Dagur 2 – Verona til Medona 

Í Verona er margt að skoða, en bókmenntaunnendur flykkjast til borgarinnar til að skoða hús Júlíu sem þykir ómissandi að heimsækja í borginni. Áður en haldið er til Medona mælir Armenise með því að ferðalangir taki stutt stopp í Mantova og heimsæki Ducale Palace. 

Medona er sannkölluð paradís fyrir matarunnendur og því mælt með að byrja strax á því að setjast niður og fá sér að borða. Auk þess að bjóða upp á heillandi matarmenningu og spennandi veitingastaði eru einnig staðir í Medona sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, þar á meðal Ghirlandina-turninn, Piazza Grande og dómkirkja borgarinnar sem gaman er að skoða. 

Frá Verona er svæðislestin tekin til Mantua og þaðan er önnur svæðislest tekin til Modena.

Það er margt spennandi sem hægt er að gera í …
Það er margt spennandi sem hægt er að gera í Verona. Ljósmynd/Unsplash/Davide Goldin

Dagur 3 – Modena til Bologna

Á síðasta deginum er borgin Bologna heimsótt, en hún þykir ein magnaðasta borg Ítalíu. Í miðborginni er margt að sjá, þar á meðal eru Piazza Maggiore, Le due Torri, Garisenda e degli Asnielli, síkin, lítið horn á borginni sem kallast „litlu Feneyjar“ og margt fleira. 

Til að komast frá Modena til Bologna er svæðislestin, Frecciarossa-lestin, eða milliborgarlestin tekin frá Modena til Bologna Centrale. 

Ferðalagið endar í Bologna.
Ferðalagið endar í Bologna. Ljósmynd/Unsplash/Hugo Kruip
mbl.is