Inga Tinna og Logi í ástarfríi

Ítalía | 16. október 2023

Inga Tinna og Logi í ástarfríi

Inga Tinna Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Dineout, og Logi Geirsson handboltastjarna skelltu sér í frí saman en Logi átti afmæli í síðustu viku. Kærustuparið er eitt það glæsilegasta á landinu og voru auðvitað staðir sem hæfa stórstjörnum fyrir valinu. 

Inga Tinna og Logi í ástarfríi

Ítalía | 16. október 2023

Inga Tinna Sigurðardóttir og Logi Geirsson ástfangin í útlöndum.
Inga Tinna Sigurðardóttir og Logi Geirsson ástfangin í útlöndum. Samsett mynd

Inga Tinna Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Dineout, og Logi Geirsson handboltastjarna skelltu sér í frí saman en Logi átti afmæli í síðustu viku. Kærustuparið er eitt það glæsilegasta á landinu og voru auðvitað staðir sem hæfa stórstjörnum fyrir valinu. 

Inga Tinna Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Dineout, og Logi Geirsson handboltastjarna skelltu sér í frí saman en Logi átti afmæli í síðustu viku. Kærustuparið er eitt það glæsilegasta á landinu og voru auðvitað staðir sem hæfa stórstjörnum fyrir valinu. 

Parið birti myndir úr fríinu þar sem þau sjást gera vel við sig í góðu veðri og snæða á glæsilegum veitingastöðum. Fóru þau til Saint Tropez í Frakklandi og smáríkisins Mónakó. Þau fóru einnig til Ítalíu og nutu lífsins við Como-vatn og í Mílanó. 

Como í miklum uppáhaldi

Inga Tinna er þekkt fyrir mikinn ferðaáhuga og gott vit á veitingastöðum. Como-vatn er meðal staða sem eru í uppáhaldi hjá henni en hún byrjaði að fara þangað löngu áður en það komst í tísku hjá Íslendingum. 

„Það sem er heill­andi við Como er þetta und­urfagra um­hverfi. Mat­ur­inn er dá­sam­leg­ur og fólkið ynd­is­legt. Ég leigi alltaf bát og sigli milli staða á vatn­inu. Hver bær býr yfir sinni sér­stöðu, sum­ir eru þekkt­ir fyr­ir vandaða skó, aðrir fyr­ir vandaða hönn­un­ar­vöru fyr­ir heim­ili, aðrir fyr­ir ol­í­ur, ólív­ur, vín og svo fram­veg­is. Það er fátt meira heill­andi en að sigla bátn­um upp að sjarmer­andi bæ, leggja þar við bryggju og hoppa á fal­leg­an veit­ingastað í há­deg­is­mat með út­sýni yfir dýrðina,“ sagði Inga Tinna meðal annars í viðtali við ferðavef mbl.is. mbl.is