Janet Jackson tók mömmudjamm í Portúgal

Ítalía | 1. september 2023

Janet Jackson tók mömmudjamm í Portúgal

Bandaríska söngkonan Janet Jackson, yngsta systkinið í Jackson-systkinahópnum, hefur verið á ferðalagi ásamt góðvinkonum sínum í sannkallaðri vinkonuferð. Jackson hefur verið dugleg að birta skemmtilegar myndir frá ferðalagi þeirra um Ítalíu og Portúgal þar sem þær hafa notið sólríkra daga, kræsilegra rétta, gómsætra vína og mömmudjamms. 

Janet Jackson tók mömmudjamm í Portúgal

Ítalía | 1. september 2023

Janet Jackson naut tímans ásamt vinkonum sínum.
Janet Jackson naut tímans ásamt vinkonum sínum. Samsett mynd

Bandaríska söngkonan Janet Jackson, yngsta systkinið í Jackson-systkinahópnum, hefur verið á ferðalagi ásamt góðvinkonum sínum í sannkallaðri vinkonuferð. Jackson hefur verið dugleg að birta skemmtilegar myndir frá ferðalagi þeirra um Ítalíu og Portúgal þar sem þær hafa notið sólríkra daga, kræsilegra rétta, gómsætra vína og mömmudjamms. 

Bandaríska söngkonan Janet Jackson, yngsta systkinið í Jackson-systkinahópnum, hefur verið á ferðalagi ásamt góðvinkonum sínum í sannkallaðri vinkonuferð. Jackson hefur verið dugleg að birta skemmtilegar myndir frá ferðalagi þeirra um Ítalíu og Portúgal þar sem þær hafa notið sólríkra daga, kræsilegra rétta, gómsætra vína og mömmudjamms. 

Jackson, 57 ára, birti meðal annars myndir og myndskeið frá gleðskap franska skóhönnuðarins Christian Louboutin, sem haldinn var í Melides, Setubal í Portúgal. Söngkonan virtist mjög sátt með partíið. „Christian Louboutin kann að halda partí,“ skrifaði Jackon við færsluna. 

Vinkonuhópurinn endaði ferðalagið á fallegu hóteli í Puglia á Ítalíu í algjörlega dáleiðandi umhverfi. „Við enduðum sumarfríið okkar á hinu stórkostlega Tenuta Negromaro hóteli í Puglia. Svæðið er svo friðsælt og afslappandi,“ skrifaði Jackson. 

Jackson eignaðist soninn Eissa með fyrrverandi eiginmanni sínum, Wissam Al Mana, í byrjun árs 2017. 

mbl.is