Nokkrir dagar í Nuuk

Á Grænlandi | 13. mars 2019

Nokkrir dagar í Nuuk

Í landinu búa tæplega 60 þúsund manns og er landið það 12 stærsta í heiminum. Í höfuðborginni Nuuk búa tæplega 17 þúsund manns sem gerir hana að einni af fámennustu höfuborgum í heimi auk þess að vera sú nyrsta. Þrátt fyrir smæð er heilmargt um að vera í borginni fyrir ferðalanga.

Nokkrir dagar í Nuuk

Á Grænlandi | 13. mars 2019

Nuuk er afskaplega spennandi og hefur upp á margt að …
Nuuk er afskaplega spennandi og hefur upp á margt að bjóða. mynd/AirIcelandconnect

Í landinu búa tæplega 60 þúsund manns og er landið það 12 stærsta í heiminum. Í höfuðborginni Nuuk búa tæplega 17 þúsund manns sem gerir hana að einni af fámennustu höfuborgum í heimi auk þess að vera sú nyrsta. Þrátt fyrir smæð er heilmargt um að vera í borginni fyrir ferðalanga.

Í landinu búa tæplega 60 þúsund manns og er landið það 12 stærsta í heiminum. Í höfuðborginni Nuuk búa tæplega 17 þúsund manns sem gerir hana að einni af fámennustu höfuborgum í heimi auk þess að vera sú nyrsta. Þrátt fyrir smæð er heilmargt um að vera í borginni fyrir ferðalanga.

Ógleymanlegar skoðunarferðir

Nuuk stendur við Nuup Kangerlua firðina sem ná yfir 2 þúsund ferkílómetra svæði þar má finna stórkostlega ísjaka sem enginn má láta framhjá sér fara að skoða í návígi.  Einnig er strandlengjan óskaplega falleg en hana er upplagt að sjá frá sjó. Bæði Nuuk Water Taxi og Arctic Boat Charter bjóða upp á ógleymanlegar skoðunarferðir. Fyrir þá sem eru ævintýragjarnari er upplagt að fara í kayakferð eða á SUP bretti

Ferðalangar ættu ekki að hika við að smakka hefðbundinn grænlenskan …
Ferðalangar ættu ekki að hika við að smakka hefðbundinn grænlenskan mat. Mynd/Visitgreenland

Smakkaðu þetta

Fjölbreytta gistingu er að finna í Nuuk en borgin státar af einu 4 stjörnu hóteli, Hotel Hans Egede en fyrir þá sem leitast eftir einhverju einfaldara þá er Inuk Hostelið upplagt. Á Hans Egede hótelinu er einnig að finna veitingastaðinn Sarfalik sem býður upp á fyrirtaks mat. Þeir sem hafa áhuga á því að smakka á ekta grænlenskum mat geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Inuk hostelinu. Svo að sjálfsögðu er ómissandi að fara og smakka bjór hjá Godthab Bryghus og jafna það út með því að smakka á hollustufæði hjá Katti.

Fyrir ævintýragjarna er upplagt að prófa fjallaskíði á Grænlandi.
Fyrir ævintýragjarna er upplagt að prófa fjallaskíði á Grænlandi. Mynd/tworaven.gl

Paradís fyrir útivistarfólk

Grænland er sannkölluð paradís fyrir útivistarfólk og heilmargt hægt að gera í kringum Nuuk. Hæsti tindurinn í kringum borgina er Sermitsiaq sem er 1280 m hátt og tekur um tvo og hálfan tíma að ganga. Einnig er vel hægt að skíða í kringum borgina en það er háð þeim tíma sem ferðast er til Grænlands. Ævintýraferðaskrifstofan Two Ravens býður upp á spennandi ferðir svosem göngur þar sem gist er í tjöldum, veiðiferðir og fjallaskíðaferðir.

Gönguferðir á Grænlandi eru ógleymanleg upplifun.
Gönguferðir á Grænlandi eru ógleymanleg upplifun. mynd/Visitgreenland

Air Iceland Connect flýgur beinustu leið til Nuuk og þess má geta að glimmrandi tilboð eru í gangi þessa dagana sem engin áhugamanneskja um Grænland ætti að láta framhjá sér fara. Á vefsíðunni Visit Greenland er einnig hægt að finna fjöldan allan af hagnýtum upplýsingum. 

mbl.is