Sunneva og Birta vildu fá vín á Old Trafford

Borgarferðir | 7. desember 2023

Sunneva og Birta vildu fá vín á Old Trafford

Hlaðvarpsdrottningarnar og áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir skelltu sér á fótboltaleik á Old Trafford í Manchester þar sem þær fylgdust með liði Manchester United taka á móti Chelsea í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

Sunneva og Birta vildu fá vín á Old Trafford

Borgarferðir | 7. desember 2023

Það var mikið stuð hjá Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Líf …
Það var mikið stuð hjá Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur á Old Trafford í Manchester! Samsett mynd

Hlaðvarpsdrottningarnar og áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir skelltu sér á fótboltaleik á Old Trafford í Manchester þar sem þær fylgdust með liði Manchester United taka á móti Chelsea í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

Hlaðvarpsdrottningarnar og áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir skelltu sér á fótboltaleik á Old Trafford í Manchester þar sem þær fylgdust með liði Manchester United taka á móti Chelsea í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

Fótbolti virðist ekki vera efst á áhugasviði vinkvennanna, en af myndum að dæma skemmtu þær sér þó vel á vellinum. Fyrir leikinn fóru þær út að borða og útskýrðu kvöldið fram undan fyrir fylgjendum sínum á TikTok. 

„Við erum hérna í Manchester af því við erum að fara á fótboltaspil. Við byrjuðum á því að stoppa úti að borða til þess að fá okkur smá að súpa áður en við færum á fótboltaspilið og við erum að fara að sjá Manchester United á móti ... var það Chelsea? Já,“ sögðu þær í myndbandinu. 

„Við erum sjúklega spenntar, við erum bara að klára glasið okkar og hoppa í fótboltaspilstreyjurnar og já ... ætli það sé ... Birta, heldurðu að það sé, þurftum við að taka nesti eða heldurðu að það sé vín? Það er pottþétt vín,“ sagði Sunneva og Birta svaraði: „Það hlýtur að vera vín, það hlýtur að vera.“

@tebodid Er hægt að fá vín á fótboltaspili? #betsson #sp ♬ original sound - Teboðið

Voru sáttar við úrslitin

Sunneva og Birta Líf voru duglegar að birta myndir frá kvöldinu á Instagram-reikningum sínum, en það virtist vera mikil stemning á vellinum. Manchester United hafði betur gegn Chelsea, 2:1, og vinkonurnar virtust vera afar sáttar við úrslitin. 

Þá fóru vinkonurnar á völlinn með hrikalega töff loðhúfur sem slógu rækilega í gegn í stúkunni. Sunneva og Birta Líf eru miklar tískudrottningar og greinilega með puttann á púlsinum, en loðhúfan var einmitt efst á óskalista vikunnar hjá Smartlandi þessa vikuna!

Birta Líf hélt hún myndi aldrei setja fótboltamynd á Instagram.
Birta Líf hélt hún myndi aldrei setja fótboltamynd á Instagram. Skjáskot/Instagram
Loðhúfur vinkvennanna slógu í gegn!
Loðhúfur vinkvennanna slógu í gegn! Skjáskot/Instagram
Sáttar við úrslitin!
Sáttar við úrslitin! Skjáskot/Instagram
mbl.is