Hefur þú heyrt minnst á orðið sultuhundur?

Poppkúltúr | 4. maí 2024

Hefur þú heyrt minnst á orðið sultuhundur?

Hlaðvarpsstjörnurnar Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir buðu nokkrum forsetaframbjóðendum í teboð á dögunum og lögðu fyrir þá erfiðar spurningar, ópólitískar en áhugaverðar.

Hefur þú heyrt minnst á orðið sultuhundur?

Poppkúltúr | 4. maí 2024

Sunneva Eir og Birta Líf spurðu forsetaframbjóðendur stóra spurninganna.
Sunneva Eir og Birta Líf spurðu forsetaframbjóðendur stóra spurninganna. Samsett mynd

Hlaðvarpsstjörnurnar Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir buðu nokkrum forsetaframbjóðendum í teboð á dögunum og lögðu fyrir þá erfiðar spurningar, ópólitískar en áhugaverðar.

Hlaðvarpsstjörnurnar Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir buðu nokkrum forsetaframbjóðendum í teboð á dögunum og lögðu fyrir þá erfiðar spurningar, ópólitískar en áhugaverðar.

Hlaðvarpsþáttur stallanna hefur vaxið í vinsældum seinustu ár, en þátturinn fór í loftið fyrir tæplega fjórum árum síðan.

Sunneva Eir og Birta Líf eru ófeimnar að spyrja viðmælendur sína spjörunum úr til að komast að sannleikanum og kom margt skemmtilegt í ljós í spjalli þeirra við forsetaframbjóðendur.

Stöllurnar ræddu við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Baldur Þórhallsson, Höllu Hrund Logadóttur, Jón Gnarr, Katrínu Jakobsdóttur og Ástþór Magnússon.

Hvað er sultuhundur?

Þær spurðu meðal annars um Kardashian-systurnar, drauga, rómantískar gamanmyndir og kínversk stjörnumerki.

Ein spurning í þættinum vakti þó sérstaka athygli hjá hlustendum en forsetaframbjóðendurnir voru ekki alveg með það á hreinu hvað orðið sultuhundur þýðir, enda sjaldan notað í daglegu tali og er orðið ekki að finna á vefsíðu Íslensku nútímamálsorðabókarinnar.

Fyrir þá sem ekki vita þýðir það kjölturakki sem kona heldur og nýtir meðal annars til að flaðra um sköp sín. Til að hvetja hundinn til dáða smyr konan sætri sultu eða hnetusmjöri á sinn heilaga stað.

Ekki er vitað hvort fyrirbærið sé uppspuni eða staðreynd.mbl.is