„Ég er ljón. Ljónin berjast og ég er að berjast að fá frið í heiminum“

Poppkúltúr | 3. maí 2024

„Ég er ljón. Ljónin berjast og ég er að berjast að fá frið í heiminum“

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi var gestur í hlaðvarpsþætti Teboðsins, titlaður Forsetaframbjóðendur - Spill the tea, í umsjón Sunnevu Eirar Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur á dögunum.

„Ég er ljón. Ljónin berjast og ég er að berjast að fá frið í heiminum“

Poppkúltúr | 3. maí 2024

Ástþór Magnússon ræddi við Sunnevu Eir og Birtu Líf.
Ástþór Magnússon ræddi við Sunnevu Eir og Birtu Líf. Skjáskot/Instagram

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi var gestur í hlaðvarpsþætti Teboðsins, titlaður Forsetaframbjóðendur - Spill the tea, í umsjón Sunnevu Eirar Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur á dögunum.

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi var gestur í hlaðvarpsþætti Teboðsins, titlaður Forsetaframbjóðendur - Spill the tea, í umsjón Sunnevu Eirar Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur á dögunum.

Stöllurnar ræddu við sex af þeim tólf sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Íslands, en landsmenn ganga til kosninga þann 1. júní næstkomandi. 

Sunneva Eir og Birta Líf spurðu frambjóðendur skemmtilegra spurninga og áttu gott og glaðlegt spjall við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Baldur Þórhallsson, Höllu Hrund Logadóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Jón Gnarr. Stemningin breyttist örlítið þegar Ástþór Magnússon tyllti sér hjá þeim.

„Ég er ljón“

Sunneva Eir og Birta Líf áttu í stökustu vandræðum með að fá svör við spurningum sínum en Ástþór fór vítt yfir og lét gamminn geysa í góða stund um kjarnorkumál, Rússland og hætturnar sem leynast áður en hann hóf að svara spurningum stallanna, sem allar voru í léttari kantinum. 

„Ég er ljón. Ljónin berjast og ég er að berjast að fá frið í heiminum og virkja Bessastaði til friðarmála,“ sagði forsetaframbjóðandinn áður en hann spurði stúlkurnar hvort þær væru búnar að lesa bók sína, Virkjum Bessastaði

„Ég skora á ykkur og ykkar hlustendur að lesa þessa bók. Boðskapurinn er óbreyttur en heimsmyndin er að breytast.“

„Það þarf eitthvað meira en huggulegt teboð“

Ástþóri lá margt á hjarta. 

„Íslandi er í dag ógnað með kjarnorkusprengju. Flestir hernaðarsérfræðingar eru á því að ógnin sé mjög raunveruleg. Það þarf eitthvað meira en huggulegt teboð og smákökur, með allri virðingu fyrir því, núna yfir þessar forsetakosningar því það eru bara tveir valkostir í þessum forsetakosningum. 

Það er annað hvort stríð eða friður og það er aðeins einn frambjóðandi sem er að berjast fyrir friði og hefur gert það í 28 ár. Ég gefst aldrei upp,“ sagði Ástþór rétt áður en hann tilkynnti stúlkunum að þetta væri í síðasta sinn sem hann sæktist eftir forsetaembættinu.

„Ef ég vinn ekki þessar kosningar og kemst inn á Bessastaði til að koma á friðarsamningum við Rússland þá tel ég að Íslandi verði eytt með kjarnorkusprengju.“

mbl.is