Árný ljóstrar upp besta geymda leyndarmáli Berlínar

Borgarferðir | 8. febrúar 2024

Árný ljóstrar upp besta geymda leyndarmáli Berlínar

Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr Gagnamagninu hefur búið í Berlín undanfarin ár með eiginmanni sínum Daða Frey Péturssyni. Árný þekkir borgina vel og bendir fylgjendum sínum á Instagram á skemmtilegan markað sem fer líklega fram hjá mörgum ferðamönnum. 

Árný ljóstrar upp besta geymda leyndarmáli Berlínar

Borgarferðir | 8. febrúar 2024

Árný Fjóla í markaðnum Dong Xuan Center.
Árný Fjóla í markaðnum Dong Xuan Center. Skjáskot/Instagram

Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr Gagnamagninu hefur búið í Berlín undanfarin ár með eiginmanni sínum Daða Frey Péturssyni. Árný þekkir borgina vel og bendir fylgjendum sínum á Instagram á skemmtilegan markað sem fer líklega fram hjá mörgum ferðamönnum. 

Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr Gagnamagninu hefur búið í Berlín undanfarin ár með eiginmanni sínum Daða Frey Péturssyni. Árný þekkir borgina vel og bendir fylgjendum sínum á Instagram á skemmtilegan markað sem fer líklega fram hjá mörgum ferðamönnum. 

Um er að ræða víetnamska markaðinn Dong Xuan Center

„Hann er risastór,“ skrifar Árný og segir að um sé að ræða markað með öllu sem hægt er að ímynda sér frá Asíu. Einnig er að finna varning frá Indlandi og Tyrklandi segir hún. „Þetta er eins og að fara í heimsreisu í nokkra klukkutíma. Víetnamskir straumar allstaðar og besti víetnamski maturinn sem ég hef smakkað í Berlín. “

Á markaðnum er hægt að kaupa föt, framandi ávexti, blóm, borða góðan mat eða hreinlega taka af sér fallega mynd fyrir Instagram eins og Árný gerði. 

Árný þekkir hvern krók og kima í Berlín og býr yfir mörgum góðum ráðum fyrir ferðalanga. Hún hefur til dæmis starfað sem leiðsögukona hjá Berlínum en það er íslenskt leiðsögufyrirtæki í Berlín. 



mbl.is