Upplifðu New York á ódýra mátann

Borgarferðir | 10. september 2023

Upplifðu New York á ódýra mátann

New York-borg laðar til sín milljónir ferðamanna árlega en stórborgin er einn af vinsælustu viðkomustöðum Bandaríkjanna enda iðar hún af lífi og ævintýrin leynast við hvert fótmál. New York-borg var kosin ein af dýrustu borgum í heimi árið 2022 en hún leynir á sér og það er hægt að njóta hennar á ódýra vegu og upplifa borgina á nýja og spennandi máta. 

Upplifðu New York á ódýra mátann

Borgarferðir | 10. september 2023

Það er hægt að upplifa margt skemmtilegt í borginni fyrir …
Það er hægt að upplifa margt skemmtilegt í borginni fyrir lítið sem engan pening. Samsett mynd

New York-borg laðar til sín milljónir ferðamanna árlega en stórborgin er einn af vinsælustu viðkomustöðum Bandaríkjanna enda iðar hún af lífi og ævintýrin leynast við hvert fótmál. New York-borg var kosin ein af dýrustu borgum í heimi árið 2022 en hún leynir á sér og það er hægt að njóta hennar á ódýra vegu og upplifa borgina á nýja og spennandi máta. 

New York-borg laðar til sín milljónir ferðamanna árlega en stórborgin er einn af vinsælustu viðkomustöðum Bandaríkjanna enda iðar hún af lífi og ævintýrin leynast við hvert fótmál. New York-borg var kosin ein af dýrustu borgum í heimi árið 2022 en hún leynir á sér og það er hægt að njóta hennar á ódýra vegu og upplifa borgina á nýja og spennandi máta. 

Hér eru nokkrir hlutir sem kosta ekki krónu í New York-borg. 

Heimsókn í Central Park

Gönguferð um almenningsgarðinn sem er staðsettur í miðju New York-borgar er dásamleg leið til að eyða fallegum haustdegi og horfa á laufin falla niður. Í garðinum er að finna klassísk kennileiti á borð við Bethesda Fountain, Bow Bridge, Belvedere Castle og Strawberry Fields, John Lennon minnisvarðann. 

Ótal götulistamenn sýna listir sínar í garðinum daglega og er Central Park fullur af lífi frá morgni til kvölds alla daga. 

Falleg haustbirta í Central Park í New York-borg.
Falleg haustbirta í Central Park í New York-borg. Ljósmynd/Unsplash/Josh Couch

Ganga yfir Brooklyn Bridge

Brooklyn Bridge er glæsilegt mannvirki í borginni og sannarlega vert að skoða. Brúin tengir hverfin Brooklyn og Manhattan og þverar Austuránna (e. East River). Hún er ein elsta vegabrú í Bandaríkjunum en smíði hennar hófst árið 1869 og lauk árið 1883. 

Margar þekktar senur úr kvikmyndasögunni hafa átt sér stað á brúnni og má þar nefna kvikmyndir eins og On The Town, Saturday Night Fever, The French Connection og Sophie's Choice. 

Það er mögnuð upplifun að ganga yfir Brooklyn Bridge.
Það er mögnuð upplifun að ganga yfir Brooklyn Bridge. AFP/David Dee Delgado

Töfrar á Coney Island

Coney Island er töfrandi staður sem iðar af lífi allt árið um kring. Hann er þekktur fyrir Coney Island Boardwalk, sem er fallegur göngustígur við ströndina með yndislegu útsýni. 

Á Coney Island er að finna nokkra af þekktustu skyndibitastöðum …
Á Coney Island er að finna nokkra af þekktustu skyndibitastöðum New York-borgar. Ljósmynd/Benjamin Voros

Föstudagseftirmiðdegi á MoMA

Heimsókn á MoMa (e. Metropolitan Museum of Art) kostar rúmlega 3.000 krónur en safnið býður listþyrstum gestum sínum tækifæri á að heimsækja safnið án endurgjalds alla föstudaga frá klukkan 16 til 20. Á MoMa er hægt að skoða málverk eftir einhverja af þekktustu listamönnum heimssögunnar, en verk Vincent van Gogh, Salvador Dalí og Pablo Picasso hanga á veggjum safnsins. 

Heimsókn á MoMA er ómetanleg upplifun.
Heimsókn á MoMA er ómetanleg upplifun. Ljósmynd/Thomas Eidsvald

Óteljandi ævintýri á bókasafninu

Almenningsbókasafnið í New York hýsir ómetanlega gripi og ótrúlegt safn bóka. Á safninu er að finna afrit af Sjálfstæðisyfirlýsingunni (e. Declaration of Independance) og Gutenberg-biblíunni. Byggingin er auðþekkjanleg vegna ljónanna, Patience and Fortitude, sem standa vörð um safnið. 

Arkitektúrinn er annað sem er auðvelt að dásama í Almenningsbókasafninu.
Arkitektúrinn er annað sem er auðvelt að dásama í Almenningsbókasafninu. Ljósmynd/Oneisha Lee

Ókeypis útilist

Götur New York-borgar eru strigi fyrir sköpunarmátt- og gleði. Borgin er uppfull af útilist hvert sem þú lítur, allt frá umfangsmiklum skúlptúrum yfir í veggmyndir sem endurspegla kraftmikinn anda borgarinnar. 

Tjáningarmáttur listarinnar er mikill á götum New York-borgar.
Tjáningarmáttur listarinnar er mikill á götum New York-borgar. Ljósmynd/dont worry

Leiðsögutúr um Flatiron

Á hverjum sunnudegi gefst áhugasömum og söguþyrstum einstaklingum einstakt tækifæri til þess að kynnast Flatiron-hverfinu, sem er heimili einnar þekktustu byggingar í borginni. Boðið er upp á fría leiðsögutúra sem kafa djúpt í ríka sögu svæðisins. 

Flatiron-byggingin er með þeim þekktari í New York-borg.
Flatiron-byggingin er með þeim þekktari í New York-borg. Ljósmynd/Bailey Alexander
mbl.is