Drekka bjór í Dublin í brúðkaupsferðinni

Borgarferðir | 31. ágúst 2023

Drekka bjór í Dublin í brúðkaupsferðinni

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann og lög­fræðing­ur­inn Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir njóta þess að vera nýgift. Nýpússuðu hjónin fóru til Dublinar, höfuðborgar Írlands, á dögunum þar sem lífið leikur við þau. 

Drekka bjór í Dublin í brúðkaupsferðinni

Borgarferðir | 31. ágúst 2023

Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir fóru til Írlands.
Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir fóru til Írlands. Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann og lög­fræðing­ur­inn Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir njóta þess að vera nýgift. Nýpússuðu hjónin fóru til Dublinar, höfuðborgar Írlands, á dögunum þar sem lífið leikur við þau. 

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann og lög­fræðing­ur­inn Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir njóta þess að vera nýgift. Nýpússuðu hjónin fóru til Dublinar, höfuðborgar Írlands, á dögunum þar sem lífið leikur við þau. 

„Við hjónin erum geggjuð í Dublin,“ skrifuðu þau við mynd af sér á lúxushótelinu InterContinental í Dublin. Kristín var glæsileg í hvítu á brúðkaupsdaginn um síðustu helgi. Hún kann greinilega vel við sig í brúðarlitnum og tók með sér hvít föt í ferðina. 

Það er ekki hægt að fara til Dublinar án þess að fá sér Guinness-bjór og gerðu hjónin gott betur og komu við í Guinness Storehouse. Þar er hægt að kynnast bjórtegundinni frá öllum hliðum og fengu hjónin mynd af sér á bjórinn sinn. 



mbl.is