Rúrik á lúxushóteli í Mexíkó

Frægir ferðast | 23. febrúar 2024

Rúrik á lúxushóteli í Mexíkó

Rúrik Gíslason, liðsmaður IceGuys og fyrrverandi knattspyrnumaður, er duglegur að ferðast heimshorna á milli og veit svo sannarlega hvernig á að láta sér líða vel í heitu loftslagi.

Rúrik á lúxushóteli í Mexíkó

Frægir ferðast | 23. febrúar 2024

Gulur sólhattur klikkar seint!
Gulur sólhattur klikkar seint! Samsett mynd

Rúrik Gíslason, liðsmaður IceGuys og fyrrverandi knattspyrnumaður, er duglegur að ferðast heimshorna á milli og veit svo sannarlega hvernig á að láta sér líða vel í heitu loftslagi.

Rúrik Gíslason, liðsmaður IceGuys og fyrrverandi knattspyrnumaður, er duglegur að ferðast heimshorna á milli og veit svo sannarlega hvernig á að láta sér líða vel í heitu loftslagi.

Í gærdag birti Rúrik myndir af sér á samfélagsmiðlinum Instagram sem sýna hann njóta lífsins á Riviera Maya-svæðinu í Mexíkó. Þar gistir hann á hóteli sem er undir hatti Edition-hótelkeðjunnar. Rúrik birti meðal annars mynd af handskrifuðu korti frá starfsfólki hótelsins sem bauð hann hjartanlega velkominn.

„Fyrstu augnablikin í þessu fallega landi,“ skrifaði hann við myndaseríuna sem hefur þegar fengið yfir 10.000 „likes“.

mbl.is