Þrumuguð í laxveiði, sænsk fyrirsæta í Reynisfjöru og fótboltagoðsögn

Stjörnur á ferð og flugi | 30. desember 2023

Þrumuguð í laxveiði, sænsk fyrirsæta í Reynisfjöru og fótboltagoðsögn

Ísland virtist vera vinsæll áfangastaður meðal fræga og ríka fólksins árið 2023. Chris Hemsworth, Travis Scott, Emmanuel Macron og Fernando Torres voru meðal þeirra stjarna sem heimsóttu Ísland á árinu.

Þrumuguð í laxveiði, sænsk fyrirsæta í Reynisfjöru og fótboltagoðsögn

Stjörnur á ferð og flugi | 30. desember 2023

Þetta eru stjörnurnar sem heimsóttu Ísland árið 2023!
Þetta eru stjörnurnar sem heimsóttu Ísland árið 2023! Samsett mynd

Ísland virtist vera vinsæll áfangastaður meðal fræga og ríka fólksins árið 2023. Chris Hemsworth, Travis Scott, Emmanuel Macron og Fernando Torres voru meðal þeirra stjarna sem heimsóttu Ísland á árinu.

Ísland virtist vera vinsæll áfangastaður meðal fræga og ríka fólksins árið 2023. Chris Hemsworth, Travis Scott, Emmanuel Macron og Fernando Torres voru meðal þeirra stjarna sem heimsóttu Ísland á árinu.

Chris Hemsworth

Stórleikarinn Chris Hemsworth kom til landsins ásamt dóttur sinni Indiu Rose í október. Feðginin áttu ævintýralega daga á klakanum og fóru meðal annars í laxveiði, hestaferð, klifur og fjórhjólaferð. 

Backstreet Boys

Hljómsveitin Backstreet Boys gerði allt vitlaust þegar þeir komu til Íslands í apríl og héldu tónleika í Laugardalshöllinni.

Hanna Schönberg

Sænska fyrirsætan Hanna Schönberg heimsótti Ísland í ágúst. Hún kom til landsins í myndatöku fyrir fatamerkið NA-KD, en myndirnar voru meðal annars teknar við Seljalandsfoss og í Reynisfjöru.

Jane Seymour

Enska leikkonan Jane Seymour kom til landsins í júlí. Heimsóknin hennar var viðburðarrík, en þegar hún lenti á klakanum tóku á móti henni jarðskjálftar og síðan eldgos við Litla-Hrút.

Rick Steves

Bandaríski ferðabókahöfundurinn og sjónvarpsmaðurinn Rick Steves lét langþráðan draum sinn rætast þegar hann kom til Íslands í júlí, en hann festi kaup á notaðri lopapeysu úr íslenskri ull á flóamarkaði í Reykjavík. 

Emmanuel Macron

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti til landsins í maí vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. Hann heimsótti að sjálfsögðu Þingvelli og smellti þar mynd af sér.

Travis Scott

Bandaríski rapparinn Travis Scott kom til landsins í júní, en talið er að hann hafi komið hingað til að taka upp tónlistarmyndband fyrir nýju plötuna sína.

Martha Stewart

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart kom til Íslands í ágúst, en hún fór meðal annars í heimsókn í íslensku súkkulaðigerðina Omnom og skellti sér í Sky Lagoon. 

Amy Poehler

Bandaríska leikkonan Amy Poehler kom til landsins í júlí og birti myndband frá ferðinni á TikTok. Hún heimsótti hina ýmsu staði, til dæmis Bláa Lónið, Geysi og Skólavörðustíg.

Cole Sprouse

Leikarinn Cole Spourse sást á gangi um Laugaveginn í Reykjavík í júlí þar sem hann sást heilsa aðdáendum sínum. 

Kevin McKidd

Leikarinn Kevin McKidd, sem er líklega hve þekktastur fyrir hlutverk sitt í læknadramanu Grey's Anatomy, kom til Íslands í febrúar og heimsótti leikkonuna og rithöfundinn Bergljótu Arnalds. 

Jonas Gahr Støre

Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, kom til Íslands í maí þar sem hann mætti á leiðtogafund Evrópuráðsins. Hann mætti þó ekki einungis í Hörpuna þar sem fundurinn var haldinn heldur líka í heita pottinn í Sundhöll Reykjavíkur.

Loreen

Sænska tónlistarkonan Loreen, sem sigraði Eurovision-keppnina 2023, kom til landsins í maí. Hún sást meðal annars á Parliament-hótelinu við Austurvöll, en stuttu áður hafði hún ýjað að samstarfi við íslenskan tónlistarmann. 

Isabelle Huppert

Franska stórleikkonan Isabelle Huppert kom til landsins í lok september, en hún hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. 

Manuel Neuer

Þýski knattspyrnumaðurinn Manuel Neuer, markvöður Byern München og þýska landsliðsins, kom til landsins í júlí og gæddi sér meðal annars á bjór á Hvolsvelli.

Justin Trudeau

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada kom til Íslands í júní og birti mynd af sér skælbrosandi á Skólavörðustígnum í Reykjavík og óskaði fólki gleðilega hinsegin daga.

Dan Brown

Bandaríski sakamálahöfundurinn Dan Brown kom til landsins í nóvember og sótti Iceland Noir-bókmenntahátíðina ásamt unnustu sinni.

Fernando Torres

Spænska knattspyrnugoðsögnin Fernando Torres, sem lék meðal annars með Liverpool, Chelsea, AC Milan og Atlético Madrid, kom til Íslands í júní. 

Kacey Musgraves

Bandaríska kántrísönggkonan Kacey Musgraves kom til Íslands í október. Hún skellti sér í Bláa Lónið í ekta íslensku óveðri.

mbl.is