Stórstjarna föst á Íslandi

Frægir á Íslandi | 19. desember 2022

Stórstjarna föst á Íslandi

Enski leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi um helgina vegna veðurs. Annar ferðalangur í sömu stöðu sagði frá á Twitter og birti mynd af Lewis í Leifsstöð. 

Stórstjarna föst á Íslandi

Frægir á Íslandi | 19. desember 2022

Damian Lewis og ferðamaðurinn Caroline Rose á Keflavíkurflugvelli um helgina.
Damian Lewis og ferðamaðurinn Caroline Rose á Keflavíkurflugvelli um helgina. Ljósmynd/Twitter

Enski leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi um helgina vegna veðurs. Annar ferðalangur í sömu stöðu sagði frá á Twitter og birti mynd af Lewis í Leifsstöð. 

Enski leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi um helgina vegna veðurs. Annar ferðalangur í sömu stöðu sagði frá á Twitter og birti mynd af Lewis í Leifsstöð. 

„Svona var staðan á Íslandi eftir að Icelandair frestaði og aflýsti flugferðum í einn og hálfan sólarhring. Nokkur hundruð manns fastir í Keflavík. Fólk svaf við innritunarborðin, rúllustigann og farangurskerruarnar. Og já Damian Lewis var líka fastur hérna og það var geggjað,“ skrifaði Caroline Rose á Twitter. 

Lewis er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk Richard Winters í þáttunum Band of Brothers, en hann var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum.

mbl.is