Dóttir Önnu prinsessu elskaði Ísland

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. febrúar 2024

Dóttir Önnu prinsessu elskaði Ísland

Breska kóngafólkið Zara og Mike Tindall fóru í frí til Íslands á dögunum. Zara sem er dóttir Önnu prinsessu er næ­stelsta ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar heitinnar. Eiginmaður hennar, Mike Tindall, deildi myndum frá ferðinni á Instagram-síðu sinni. 

Dóttir Önnu prinsessu elskaði Ísland

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. febrúar 2024

Mike og Zara Tindall skelltu sér til Íslands nýlega.
Mike og Zara Tindall skelltu sér til Íslands nýlega. Samsett mynd

Breska kóngafólkið Zara og Mike Tindall fóru í frí til Íslands á dögunum. Zara sem er dóttir Önnu prinsessu er næ­stelsta ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar heitinnar. Eiginmaður hennar, Mike Tindall, deildi myndum frá ferðinni á Instagram-síðu sinni. 

Breska kóngafólkið Zara og Mike Tindall fóru í frí til Íslands á dögunum. Zara sem er dóttir Önnu prinsessu er næ­stelsta ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar heitinnar. Eiginmaður hennar, Mike Tindall, deildi myndum frá ferðinni á Instagram-síðu sinni. 

„Takk fyrir Ísland!!! Þvílíkur staður,“ skrifaði Mike Tindall þegar hann deildi myndum og myndskeiðum sem hann klippti saman. Tindall-hjónin vörðu tíma í Reykjavík en nutu líka íslenskrar náttúru þrátt fyrir snjó og frost. 

Það sem sam­ein­ar Zöru og Mike Tindall er ástríða þeirra á íþrótt­um en Zara er fyrr­verandi heims­meist­ari í hestaíþrótt­um og Mike Tindall var í breska rúbbí­landsliðinu. Það kemur því ekki á óvart að þau hafi ákveðið að kafa í ísjökulköldu vatni og lenda í fleiri ævintýrum á Íslandi í stað þess að liggja á sólarströnd. 

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Mike Tindall deildi.  

mbl.is