Love Island-stjörnur í skýjunum með Íslandsferðina

Frægir á Íslandi | 14. nóvember 2022

Love Island-stjörnur í skýjunum með Íslandsferðina

Love Island-stjörnurnar Dami Hope og Indiyah Polack voru svo sannarlega ánægðar með ferð sína til Íslands á dögunum. Parið naut alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða og flaug heim með fullar töskur af íslenskum útivistarfatnaði. 

Love Island-stjörnur í skýjunum með Íslandsferðina

Frægir á Íslandi | 14. nóvember 2022

Dami Hope og Indiyah Polack heimsóttu Ísland um helgina.
Dami Hope og Indiyah Polack heimsóttu Ísland um helgina. Samsett mynd

Love Island-stjörnurnar Dami Hope og Indiyah Polack voru svo sannarlega ánægðar með ferð sína til Íslands á dögunum. Parið naut alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða og flaug heim með fullar töskur af íslenskum útivistarfatnaði. 

Love Island-stjörnurnar Dami Hope og Indiyah Polack voru svo sannarlega ánægðar með ferð sína til Íslands á dögunum. Parið naut alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða og flaug heim með fullar töskur af íslenskum útivistarfatnaði. 

Hope og Polack voru í áttundu þáttaröð af Love Island og kynntust í þáttunum. Þau eru bæði áhrifavaldar en hún starfar meðal annars fyrir markaðstorg Pretty Little Thing. 

Samsett mynd

Sýndu þau bæði mikið frá ferðinni á Instagram og merktu hvert fyrirtækið á fætur öðru í færslur sínar. Fóru þau í íshellaferð, Bláa lónið, Sky Lagoon og svo auðvitað á djammið, en þau brugðu undir sig betri fætinum á næturklúbbnum Auto. 

Samsett mynd

Parið flaug með Play til og frá Íslandi, og fóru fögrum orðum um flugfélagið á samfélagsmiðlum sínum. Þá voru þau með bílaleigubíl frá Hertz og virtust ánægð með hann líka. Áður en þau héldu aftur heim til Bretlands komu þau svo við í 66°Norður og fóru ekki tómhent heim. 

View this post on Instagram

A post shared by Dami Hope (@damihope)

View this post on Instagram

A post shared by Dami Hope (@damihope)

View this post on Instagram

A post shared by Indiyah (@indiyahhp)

View this post on Instagram

A post shared by Indiyah (@indiyahhp)

mbl.is