Jane Seymour yfir sig hrifin af Íslandi

Stjörnur á ferð og flugi | 17. júlí 2023

Jane Seymour yfir sig hrifin af Íslandi

Enska leikkonan Jane Seymour er stödd á Íslandi um þessar mundir. Heimsókn hennar hefur sannarlega verið viðburðarík, en þegar hún mætti til landsins tóku á móti henni jarðskjálftar og síðan eldgos við Litla-Hrút.

Jane Seymour yfir sig hrifin af Íslandi

Stjörnur á ferð og flugi | 17. júlí 2023

Af myndum að dæma virðist enska leikkonan Jane Seymour yfir …
Af myndum að dæma virðist enska leikkonan Jane Seymour yfir sig hrifin af Íslandi. Samsett mynd

Enska leikkonan Jane Seymour er stödd á Íslandi um þessar mundir. Heimsókn hennar hefur sannarlega verið viðburðarík, en þegar hún mætti til landsins tóku á móti henni jarðskjálftar og síðan eldgos við Litla-Hrút.

Enska leikkonan Jane Seymour er stödd á Íslandi um þessar mundir. Heimsókn hennar hefur sannarlega verið viðburðarík, en þegar hún mætti til landsins tóku á móti henni jarðskjálftar og síðan eldgos við Litla-Hrút.

Seymour, sem er hve þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Dr. Quinn, Medicine Woman, virðist vera yfir sig hrifin af Íslandi. Hún hefur verið dugleg að birta myndir og myndskeið frá ferðalagi sínu á Instagram, en svo virðist sem dagskráin hafi verið ansi þétt hjá leikkonunni síðustu daga.

Hún fór meðal annars á hestbak og í jöklaferð ásamt því að heimsækja ýmsa ferðamannastaði og njóta íslenskrar náttúru. 

mbl.is