Laumaði sér í brúðkaupsveislur til að borða og drekka

Stjörnur á ferð og flugi | 13. júlí 2023

Laumaði sér í brúðkaupsveislur til að borða og drekka

Bandaríska leikkonan Tiffany Haddish hefur verið að gera það gott í glysborginni Hollywood síðastliðin ár. Áður en leikkonan öðlaðist frægð og allt sem henni fylgir var lífið henni oft erfitt og ósanngjarnt, en Haddish var heimilislaus og átti oft ekki fyrir mat.

Laumaði sér í brúðkaupsveislur til að borða og drekka

Stjörnur á ferð og flugi | 13. júlí 2023

Tiffany Haddish laumaðist í brúðkaupsveislur til þess að borða og …
Tiffany Haddish laumaðist í brúðkaupsveislur til þess að borða og drekka þegar hún var heimilislaus. AFP

Bandaríska leikkonan Tiffany Haddish hefur verið að gera það gott í glysborginni Hollywood síðastliðin ár. Áður en leikkonan öðlaðist frægð og allt sem henni fylgir var lífið henni oft erfitt og ósanngjarnt, en Haddish var heimilislaus og átti oft ekki fyrir mat.

Bandaríska leikkonan Tiffany Haddish hefur verið að gera það gott í glysborginni Hollywood síðastliðin ár. Áður en leikkonan öðlaðist frægð og allt sem henni fylgir var lífið henni oft erfitt og ósanngjarnt, en Haddish var heimilislaus og átti oft ekki fyrir mat.

Haddish, sem er sjálfsyfirlýst bjartsýniskona, dó ekki ráðalaus á erfiðum tímum og laumaðist í brúðkaupsveislur ókunnugra í þeirri von um að næla sér í mat og áfengi þegar hún bjó í bílnum sínum og var að reyna að öðlast frægð sem uppistandari og leikari. 

„Ég hef laumast inn í brúðkaupsveislu, haldið ræðu og enginn á staðnum hafði hugmynd um það hver ég var,“ sagði Haddish í viðtali við tímaritið People sem birtist á dögunum. „Þetta gerði ég þegar ég var heimilislaus og svöng.“

Hin 43 ára gamla leikkona, sem er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Girls Trip, Night School og Like a Boss, viðurkenndi einnig að hún hafi reglulega heimsótt hótel í Westchester–hverfinu í Los Angeles, en þar voru haldnar brúðkaupsveislur nánast hverja helgi. Þar fékk leikkonan tækifæri til þess að dekra við sig í mat og drykk með dýrindis kræsingum og eðal vínum.

„Ég fékk mér tvo til þrjá drykki og greip svo hljóðnemann og sagði: Ég vil bara segja að þið eruð fallegasta par sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði Haddish. „Það horfðu allir á mig eins og: Hver er þessi svarta stelpa í brúðkaupinu okkar?“

mbl.is