Sjóðheit á ströndinni með óvænt tískuráð

Sólarlandaferðir | 18. september 2023

Sjóðheit á ströndinni með óvænt tískuráð

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian deildi á dögunum sjóðheitum bikinímyndum af sér á ströndinni á Turks- og Caicoseyjum, en hún var nýverið stödd þar í glæsilegu lúxusfríi.

Sjóðheit á ströndinni með óvænt tískuráð

Sólarlandaferðir | 18. september 2023

Kim Kardashian lumar á óvæntu tískuráði á Instagram-reikningi sínum.
Kim Kardashian lumar á óvæntu tískuráði á Instagram-reikningi sínum. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian deildi á dögunum sjóðheitum bikinímyndum af sér á ströndinni á Turks- og Caicoseyjum, en hún var nýverið stödd þar í glæsilegu lúxusfríi.

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian deildi á dögunum sjóðheitum bikinímyndum af sér á ströndinni á Turks- og Caicoseyjum, en hún var nýverið stödd þar í glæsilegu lúxusfríi.

Kardashian er glæsileg á myndunum klædd í einfalt og stílhreint svart bikiní. Í gegnum árin hefur hún verið dugleg að deila bikinímyndum af sér, en ef flett er í gegnum myndir hennar á Instagram má koma auga á óvænt tískráð frá henni. 

Glöggir koma eflaust auga á svarta bikiníið í mörgum af lúxusferðum hennar um heiminn, en hún virðist einnig grípa oft í bikiníið þegar hún fer í sund eða sólbað með fjölskyldu sinni og vinum.

Það sýnir að svart einfalt bikiní er ómissandi í alla fataskápa, og að jafnvel hjá þeim ríkustu og frægustu eins og Kardashian, þá jafnast ekkert á við að eiga stílhreint svart bikiní í fataskápnum. Það er klassískt, fer aldrei úr tísku og klikkar hreinlega ekki. 

mbl.is