Móðir Guðrúnar Veigu setti upp svip

Fatastíllinn | 3. apríl 2024

Móðir Guðrúnar Veigu setti upp svip

Samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, jafnan kölluð Gveiga, lifir lífinu í lit og slær iðulega á létta strengi, enda algjör húmoristi. Hún lýsir sjálfri sér sem „litríkum maxímalista“ á Instagram og á það án efa við um líflegan persónuleika hennar, leikgleði og skrautlegan fata- og heimilisstíl.

Móðir Guðrúnar Veigu setti upp svip

Fatastíllinn | 3. apríl 2024

Guðrún Veiga er þekkt fyrir litríkan og skemmtilegan fatastíl.
Guðrún Veiga er þekkt fyrir litríkan og skemmtilegan fatastíl. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, jafnan kölluð Gveiga, lifir lífinu í lit og slær iðulega á létta strengi, enda algjör húmoristi. Hún lýsir sjálfri sér sem „litríkum maxímalista“ á Instagram og á það án efa við um líflegan persónuleika hennar, leikgleði og skrautlegan fata- og heimilisstíl.

Samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, jafnan kölluð Gveiga, lifir lífinu í lit og slær iðulega á létta strengi, enda algjör húmoristi. Hún lýsir sjálfri sér sem „litríkum maxímalista“ á Instagram og á það án efa við um líflegan persónuleika hennar, leikgleði og skrautlegan fata- og heimilisstíl.

Guðrún Veiga, sem er með tæplega 31.000 fylgjendur á Instagram, birti stórskemmtilega færslu í gærdag þar sem hún sýndi netverjum nýjustu flíkina í fataskápnum, buxur með sebra mynstri. Samfélagsmiðlastjarnan segir móður sína ekki alveg jafnhrifna af buxunum og hún sjálf. 

„Ég fór með mömmu í Kringluna um helgina. Mjög leitt að eiga ekki mynd af svipnum sem hún setti upp þegar ég keypti þessar buxur,” skrifaði hún við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

mbl.is