„Ég var mjög heppin að hafa ekki elt tískustrauma í fermingartískunni 1986“

Ferming | 24. mars 2024

„Ég var mjög heppin að hafa ekki elt tískustrauma í fermingartískunni 1986“

María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna fermdist í hvítum kjól árið 1986. Hún er mjög fegin að hafa ekki fylgt tískustraumum en hún var í ljósum kjól með skírnarkrossinn sinn um hálsinn á meðan skólasystkini hennar voru í neonlituðum fötum með axlapúðum.

„Ég var mjög heppin að hafa ekki elt tískustrauma í fermingartískunni 1986“

Ferming | 24. mars 2024

María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna fermdist 1986.
María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna fermdist 1986. Samsett mynd

María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna fermdist í hvítum kjól árið 1986. Hún er mjög fegin að hafa ekki fylgt tískustraumum en hún var í ljósum kjól með skírnarkrossinn sinn um hálsinn á meðan skólasystkini hennar voru í neonlituðum fötum með axlapúðum.

María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna fermdist í hvítum kjól árið 1986. Hún er mjög fegin að hafa ekki fylgt tískustraumum en hún var í ljósum kjól með skírnarkrossinn sinn um hálsinn á meðan skólasystkini hennar voru í neonlituðum fötum með axlapúðum.

„Ég fermdist 6. apríl 1986 í Bústaðakirkju. Mér fannst gaman að ganga til prests og þetta var skemmtilegur hópur sem ég var með. Flestir vinir mínir fermdust í Grensáskirkju en ég var skírð í Bústaðakirkju svo ég valdi hana,“ segir María Rún aðspurð um fermingardaginn sinn.

Fermingartíminn er annasamur á stöðunum sem María stýrir en þá er helst að nefna íslensku Hamborgarafabrikkuna. „Mini-borgarar og Fabrikku-hamborgaramöffins eru mjög vinsæl á fermingarborðið og hafa verið það frá því að við opnuðum,“ segir hún. Í ár verður Hamborgarafabrikkan 14 ára og ætlar María Rún að halda upp á fermingarárið með fermingarveislu inni á staðnum.

„Af því tilefni ætlum við að bjóða fermingasystkinum úr Lauganeskirkju í fermingarveislu og fá prest til að vígja Fabrikkuna inn í samfélag fullorðinna. Ég reikna með að farið verði með trúarjátninguna og sálmar sungnir. Fabrikkan er þekkt fyrir að hafa verið með ýmiss konar tónleika en þetta væri þá í fyrsta sinn sem sálmar yrðu sungnir. En staðurinn spilar aðeins íslenska tónlist og er þetta mjög viðeigandi,“ segir hún.

Hárgreiðsla Maríu Rúnar er í anda tíðarandans en fermingarfötin sjálf …
Hárgreiðsla Maríu Rúnar er í anda tíðarandans en fermingarfötin sjálf eru látlaus.

Var ekki með axlarpúða!

Aftur að 6. apríl 1986. María Rún segir að fermingardagurinn hafi verið stór stund í hennar lífi og mjög hátíðlegur.

„Ég man enn tilfinninguna þegar ég stóð í ganginum heima á leiðinni út þennan dag og hugsaði „það er komið að þessu.““

María Rún klæddist fallegum hvítum bómullarkjól með satínlíningum á ermum og hálsmáli og með klauf að aftan sem var með rennilás. Hún segist vera mjög sátt við fataval sitt þennan dag.

„Ég var mjög heppin að hafa ekki elt tískustrauma í fermingartískunni 1986 þar sem hún var mjög litrík og með mikla herðapúða. Flestir fermdust í neonlitum. Það var í tísku að vera með stóra eyrnalokka og miklar og þungar keðjur. Ég valdi sem betur fer einfaldan kross sem ég fékk í skírnargjöf frá ömmu og afa,“ segir hún.

Hvernig var fermingardagurinn sjálfur?

„Hann var mjög skemmtilegur og ég man vel eftir honum. Ég byrjaði daginn í hárgreiðslu hjá Brósa sem var stofa í Ármúla. Svo var fermingin klukkan 14.00. Veislan var haldin í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Það var boðið upp á stroganoff, grjón og brauð sem frændi minn í Laugaási sá um. Svo voru kökur og að sjálfsögðu kransakaka á eftir. Kransakökur eru mitt uppáhald. Ég á ennþá styttuna af kökunni minni og notaði hana í fermingu dóttur minnar líka,“ segir hún.

Myndi ekki breyta neinu – nema sleppa ljósabekkjunum

Hvað hefðir þú viljað vita þegar þú varst að fermast sem þú veist í dag?

„Að ljósabekkjanotkun væri skaðleg en á þessum tíma fóru flestir unglingar í ljós og ég kláraði 10 tíma kort fyrir fermingu. En við vissum ekki betur.“

Ef þú værir að fermast í dag, hvernig veislu myndir þú vilja hafa?

„Ég myndi ekki breyta neinu, veislan mín var fullkomin. Þetta var stór veisla og í hana komu öll systkini ömmu minnar og afa. Marga hafði ég ekki hitt áður þar sem ég er fædd og uppalin erlendis. Svo voru líka vinir mínir í veislunni,“ segir hún.

María Rún er móðir tveggja barna sem bæði eru fermd.

„Ég fermdi strákinn minn í fyrra og stelpuna fyrir 4 árum. Veislurnar þeirra voru mjög svipaðar. Við héldum þær heima hjá okkur. Krakkarnir völdu það. Stelpan mín fermdist á covid-árunum, hún átti að fermast í mars en var fermd í ágúst. Það máttu bara koma 50 saman þannig að við buðum í hollum. Þegar strákurinn fermdist var opið hús milli 13.00 og 17.00 sem var gott fyrirkomulag. Þegar gestir koma í hollum eða dreift yfir daginn þá nær maður að tala betur við alla gestina og getur gefið sér tíma með hverjum og einum. Við vorum með smárétti frá Fabrikkunni og American Style, mini-pítur og spjót frá Sælkerabúðinni. Með kaffinu var svo boðið upp á heimagerðar sörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá krökkunum. Svo vorum við með kransaköku. Mér finnst líka litlu kókosbollurnar ómissandi. Við buðum svo upp á gos í gleri og lakkrísrör. Við fengum líka lánaðan alvöru nammibar sem sló í gegn.“

Ertu með einhver góð ráð fyrir fermingarforeldra til að auðvelda þeim lífið?

„Mitt ráð er að njóta dagsins í botn. Þetta er svo skemmtilegur dagur og mikilvæg stund í lífi fermingarbarnsins. Smáatriði eru aukaatriði. Hlusta á óskir fermingarbarnsins og leyfa þeim að vera með í að ákveða allt. Þegar strákurinn minn fermdist hengdum við upp handbolta- og fótboltabolina hans frá því hann var 4 ára. Allar stærðir en ég hafði geymt þær til að nota þennan dag. Svo mæli ég með að gefa upplifun í fermingargjöf. Ég fékk frá foreldrum mínum skíðaferð með vinkonu minni og mömmu hennar. Ég á svo skemmtilegar minningar frá þessari ferð sem gleymast aldrei.“

Hamborgarafabrikkan er þekkt fyrir sína gómsætu kassalaga smáborgara.
Hamborgarafabrikkan er þekkt fyrir sína gómsætu kassalaga smáborgara. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is