Fermingarmyndir eru tímahylki

Ferming | 30. mars 2024

Fermingarmyndir eru tímahylki

Sigga Ella leggur mikið upp úr því að skapa gott and rúmsloft í myndatökum. „Það er mikil vægt að fermingarbarninu líði vel, það er algjört lykil atriði,“ útskýrir hún. 

Fermingarmyndir eru tímahylki

Ferming | 30. mars 2024

Ljósmynd/Sigga Ella

Sigga Ella leggur mikið upp úr því að skapa gott and rúmsloft í myndatökum. „Það er mikil vægt að fermingarbarninu líði vel, það er algjört lykil atriði,“ útskýrir hún. 

Sigga Ella leggur mikið upp úr því að skapa gott and rúmsloft í myndatökum. „Það er mikil vægt að fermingarbarninu líði vel, það er algjört lykil atriði,“ útskýrir hún. 

Sig­ríður Ella Frí­manns­dótt­ir, jafn­an kölluð Sigga Ella, er með fremstu ljós­mynd­ur­um lands­ins. Hún hef­ur átt mik­illi vel­gengni að fagna frá því að hún út­skrifaðist frá Ljós­mynda­skól­an­um árið 2012.

Sigga Ella býr yfir ein­stök­um hæfi­leika þegar kem­ur að því að ná því besta út úr fólk­inu sem hún mynd­ar, enda ófeim­in, já­kvæð og málglöð. Sem sam­tíma­ljós­mynd­ara finnst henni fátt skemmti­legra en að mynda fólk í nán­asta um­hverfi sínu og á það einnig við um ferm­ing­ar­börn, en ferm­ing­ar­mynd­ir eru svo­kölluð tíma­hylki.

„Mik­il­vægt að ferm­ing­ar­barn­inu líði vel“

Hvað ger­ir þú til að skapa góða stemn­ingu?

„Ég er alltaf ég sjálf og legg mig 100% fram við að kynn­ast fólk­inu sem ég mynda. Ég er mjög áhuga­söm, finnst ánægju­legt að spjalla við fólk og eiga í sam­skipt­um við aðra. Það hef­ur fylgt mér al­veg frá æsku.“

Hvað ger­ir góða ferm­ing­ar­mynd?

„Það skipt­ir öllu máli að kom­ast að því hvers konar týpa ferm­ing­ar­barnið er og byggja ljós­mynd­irn­ar upp á þann máta sem er lýs­andi fyr­ir viðkom­andi.

Mér finnst mjög gam­an að mynda ferm­ing­ar­barn inni á heim­ili sínu, í ung­linga­her­berg­inu eða á öðrum svæðum sem tengj­ast því, þá fæ ég gott tæki­færi til að fanga karakt­er­inn og tíma­bilið. Ég sting oft upp á góðum labbit­úr um hverfið. Þannig tekst mér að ná ein­stök­um augna­blik­um. Ferm­ing­ar­barnið fær að skína og taka pláss.“

Skemmti­leg­asti staður til að taka ferm­ing­ar­mynd­ir?

„Að mínu mati er það nærum­hverfið. Sjálfri finnst mér ótrú­lega gam­an að fara í gegn­um ferm­ing­ar­mynd­irn­ar sem ég hef tekið í gegn­um árin bara til að sjá hvernig tím­arn­ir hafa breyst. Per­sónu­lega væri ég til í að eiga sams kon­ar mynd­ir af mér í dag, þetta er ákveðin heim­ild.“

„Fjöl­skyld­an var með ein­hyrn­inga­horn“

Sigga Ella hef­ur myndað fjöld­ann all­an af ferm­ing­ar­börn­um og er löngu búin að missa töl­una á öll­um tök­un­um. Hún man þó alltaf eft­ir einni eft­ir­minni­legri ferm­ing­ar­mynda­töku þar sem unnið var með þema.

„Það sem ég man eft­ir er að það var sér­stakt ein­hyrn­ingaþema. Fjöl­skyld­an var öll með ein­hyrn­inga­horn í ferm­ing­ar­mynda­tök­unni. Ferm­ing­ar­barnið og móðirin elskuðu ein­hyrn­inga,“ út­skýr­ir Sigga Ella.

Er betra að mynda á ferm­ing­ar­dag­inn eða á öðrum degi?

„Ég segi, bæði betra. Ef þú ert ótrú­lega skipu­lögð mann­eskja og kem­ur þessu fyr­ir í dag­skránni er til­valið að koma í mynda­töku á ferm­ing­ar­dag­inn. Ef ekki, þá er upp­lagt að koma fyr­ir eða jafn­vel eft­ir. Mér finnst oft æðis­legt að taka ferm­ing­ar­mynd­ir um sum­arið.“

Pass­ar enn í ferm­ing­ar­kjól­inn

Sigga Ella fermd­ist hinn 31. mars 1994. „Ég fermd­ist á mikl­um snjó­degi á Ak­ur­eyri og man ágæt­lega vel eft­ir deg­in­um. Veisl­an var hald­in í fé­lags­miðstöðinni Dyn­heim­um, sem þótti mjög flott,“ seg­ir Sigga Ella.

Hvað manstu úr þinni eig­in ferm­ingu?

„Veisl­an var hald­in á „skemmti­stað unga fólks­ins“ á Ak­ur­eyri og það var DJ-búr inni í veislu­saln­um, sem var meira en lítið geggjað. Veðrið var vont en dag­ur­inn æðis­leg­ur,“ út­skýr­ir hún.

Hvernig varstu klædd?

„Ég á ferm­ing­ar­kjól­inn og passa enn í hann. Það var pínu pönk­ari í mér. Kjóll­inn er svart­ur, aðsniðinn, lan­germa og mjög klass­ísk­ur. Ég var í háum upp­reimuðum skóm við.“

Hér er Sigga Ella á fermingardaginn sinn.
Hér er Sigga Ella á fermingardaginn sinn.
Óskar Ingi Agnesar- og Gunnarsson var meðal annars myndaður í …
Óskar Ingi Agnesar- og Gunnarsson var meðal annars myndaður í svefnherberginu sínu. Ljósmynd/Sigga Ella
Illugi Dagur Haraldsson ásamt foreldrum sínum, Silju og Haraldi Má, …
Illugi Dagur Haraldsson ásamt foreldrum sínum, Silju og Haraldi Má, og systur, Úrsúlu Nótt. Ljósmynd/Sigga Ella
Jón Bergur Agnesar- og Gunnarsson á fermingardaginn.
Jón Bergur Agnesar- og Gunnarsson á fermingardaginn. Ljósmynd/Sigga Ella
Elsa Mjöll Jónsdóttir var sannkölluð blómarós á fermingardaginn.
Elsa Mjöll Jónsdóttir var sannkölluð blómarós á fermingardaginn. Ljósmynd/Sigga Ella
Eyvindur Warén fór út í á fyrir fermingarmyndina.
Eyvindur Warén fór út í á fyrir fermingarmyndina. Ljósmynd/Sigga Ella
mbl.is