Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Ferming | 30. mars 2024

Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Embla Sólveig Arnarsdóttir er í 9. bekk í Hagaskóla en hún fermdist fyrir tæpu ári í Neskirkju  í Vesturbænum í Reykjavík. Embla hélt veisluna heima enda býr hún í fremur rúmgóðu húsi með foreldrum sínum, eldri systur og ketti. Hún var einstaklega heppin með veður á fermingardaginn sem hún er afskaplega ánægð með þegar hún horfir til baka.

Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Ferming | 30. mars 2024

Embla Sól­veig Arn­ars­dótt­ir átti frábæran fermingardag í fyrra.
Embla Sól­veig Arn­ars­dótt­ir átti frábæran fermingardag í fyrra. Samsett mynd

Embla Sólveig Arnarsdóttir er í 9. bekk í Hagaskóla en hún fermdist fyrir tæpu ári í Neskirkju  í Vesturbænum í Reykjavík. Embla hélt veisluna heima enda býr hún í fremur rúmgóðu húsi með foreldrum sínum, eldri systur og ketti. Hún var einstaklega heppin með veður á fermingardaginn sem hún er afskaplega ánægð með þegar hún horfir til baka.

Embla Sólveig Arnarsdóttir er í 9. bekk í Hagaskóla en hún fermdist fyrir tæpu ári í Neskirkju  í Vesturbænum í Reykjavík. Embla hélt veisluna heima enda býr hún í fremur rúmgóðu húsi með foreldrum sínum, eldri systur og ketti. Hún var einstaklega heppin með veður á fermingardaginn sem hún er afskaplega ánægð með þegar hún horfir til baka.

Embla segist hafa verið svolítið með fiðrildi í maganum á fermingardaginn sjálfan og það hafi líka verið mikið að gera dagana á undan. „Ég fermdist þann 10. apríl síðastliðinn og mamma hjálpaði mikið til við skipulagninguna. Ég var með ákveðnar hugmyndir um veitingarnar og litaþemað sem ég hafði hvítt og ljósblátt því þetta hafa alltaf verið mínir litir, sérstaklega ljósblátt. Ég vildi líka alls ekki hafa bleikan því að svo margir eru með hann.“ Hún bætir við að hún telji ljósbláan og hvítan lit eldast vel þegar fram líði stundir. Fötin eru stór hluti af fermingunni og oft mikill hausverkur. Hún keypti sér hvítan klassískan kjól í Galleri 17 og hvítan jakka við í HM. Nike Air Force 1 strigaskó keypti amma hennar í Lundúnum.

Embla keypti kjólinn í Gallerí 17.
Embla keypti kjólinn í Gallerí 17. Ljósmynd/Aðsend

Nammibarinn sló í gegn

„Varðandi veitingarnar gaf ég mömmu bara hugmyndir um hvað mér fannst gott og hvernig ég vildi hafa þetta og ég fór með henni í búðir að kaupa skrautið og servíetturnar. Veitingarnar voru að mestu heimagerðar en það var mamma og fjölskylda mín sem hjálpuðust að við að útbúa þær. Það var boðið upp á ýmsa smárétti eins og sushi, kínverskar bollur, rækjutakó og smáborgara. Á öðru borði vorum við með alls konar sætt, eins og litlar kókosbollur, lítil páskaegg, súkkulaðihjúpuð jarðarber og eitthvert Oreo-gúmmelaði í litlum glösum sem mamma bjó til. Hún gerði líka kransaköku. Svo var líka nammibar sem mikil ánægja var með. Það voru u.þ.b. 80 manns í veislunni og fullt af börnum svo það var gott að geta nýtt pallinn hérna en þar settum við til dæmis upp nammibarinn.“

Nammibarinn var flottur.
Nammibarinn var flottur. Ljósmynd/Aðsend

Stressuð þegar hún gekk inn kirkjugólfið

Embla segir að fermingardagurinn hafi verið tekinn snemma og hún hafi byrjað á því að fara í hárgreiðslu. „Ég vaknaði um klukkan 8 og fór á hárgreiðslustofuna Barbarellu, þar sem fermingargreiðslan var gerð á mér og ég var líka aðeins máluð. Hárgreiðslukonan á stofunni setti á mig smávegis bronser, kinnalit, maskara og gloss, en ég vildi ekki vera mikið máluð. Eftir það fór ég í Neskirkju og var alveg frekar stressuð því ég þurfti að ganga fremst og halda á krossinum en þetta gekk allt mjög vel samt. Eftir athöfnina hitti ég mömmu og pabba og afa og ömmu sem óskuðu mér til hamingju og síðan fórum við heim þar sem vinkona mömmu sem er ljósmyndari myndaði mig. Þetta var smá stress líka en ég hafði ætlað að vera búin að fara til hennar í myndatöku áður en þá var ég svo veik að ég komst ekki. Ég sé svolítið eftir því að hafa verið að eltast við myndatökuna á fermingardaginn þar sem ég hafði gleymt að láta stilla gleraugun mín og þau runnu svolítið fram á nefnið á mér þannig að augun mín sáust lítið á myndunum.“

Embla fór í hárgreiðslu á stofunni Barbarellu.
Embla fór í hárgreiðslu á stofunni Barbarellu. Ljósmynd/Aðsend

Hélt ræðu og spilaði á píanó fyrir gestina

Eftir myndatökuna segist hún hafa farið heim að undirbúa veisluna ásamt afa sínum og ömmu. „Ég fór heim og æfði mig svolítið á píanóið á meðan mamma og nokkrir úr fjölskyldunni hjálpuðu til við að undirbúa veisluna. Ég man að ég var svolítið stressuð áður en gestirnir komu. Ég tók svo á móti þeim og þegar allir voru komnir hélt ég ræðu sem ég var búin að æfa og það gekk bara mjög vel,“ segir hún glöð á svip og bætir við að hún hafi svo tekið þrjú lög á píanóið en Embla hefur lært á píanó í mörg ár. „Ég var búin að æfa þessi þrjú lög rosalega mikið. Ég spilaði eitt lag úr bókinni minni frá Suzuki-skólanum, eitt íslenskt lag og eitt klassískt, sem betur fer ruglaðist ég ekki á neinni nótu og allir klöppuðu fyrir mér.“

Ljósmyndaveggurinn vakti lukku

Embla setti upp fallegan glimmer-ljósbláan ljósmyndavegg þar sem hún bauð hverjum og einum veislugesti að stilla sér upp með henni og taka mynd á Polaroid-myndavél sem minningu um ferminguna og segir hún að þetta hafi vakið mikla lukku meðal gesta. „Mér fannst þetta gaman og núna á ég allar þessar myndir og þær varðveita minninguna um fólkið sem var í veislunni, það finnst mér mikilvægt.“

Embla fermdist í fyrra.
Embla fermdist í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Lagði allan fermingarpeninginn inn á sparnaðarreikning

Þegar Embla er spurð um fermingargjafirnar segist hún hafa fengið mjög góðar gjafir en samt ekkert óhóflegt. „Ég var mjög ánægð með allar gjafirnar sem mér voru gefnar. Þetta voru mikið skartgripir og bara gagnlegir hlutir eins og lampi, nótnabók eftir Chopin sem er mjög frægur píanóleikari og nótnalampi á píanóið. Svo fékk ég náttúrulega mikið af peningum en alls ekkert eina milljón eins og sumir. Mamma og pabbi gáfu mér svo Halloween-ferð til frændfólks míns í Seattle í Bandaríkjunum sem ég fór í í október á síðasta ári, það var mjög gaman.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi notað fermingarpeningana til að kaupa gjaldeyri neitar hún því og segist vera að spara þá fyrir framtíðina, hún hafi lagt þá alla inn á banka og ekki snert eina krónu.

Ráðleggur stelpum að mála sig ekki of mikið á fermingardaginn

Skyldi Embla eitthvað hafa velt fyrir sér gildi fermingarinnar? „Já, ég geri mér grein fyrir að nú er ég alveg orðin kristin og fullorðin kona en svo fannst mér þetta bara voða gaman, en maður er kannski ekki að spá eitthvað djúpt í það.“ Þegar hún er spurð hvort hún geti gefið krökkum sem eru að fermast núna einhver ráð er hún fljót að svara: „Já, ég myndi ráðleggja stelpum að vera ekki að mála sig neitt voða mikið, hafa málninguna hlutlausa og fallega, því ég held að það sé ekki gaman að horfa á myndir seinna með allt of mikið make-up því tískan breytist líka alltaf. Annað ráð er að vera vel skipulagður til að minnka stress á fermingardaginn sjálfan, vera með smávegis æðruleysi, ég meina flestir gestirnir í fermingu eru fólk sem maður þekkir og þykir vænt um.“

Hún ráðleggur stelpum að mála sig ekki of mikið á …
Hún ráðleggur stelpum að mála sig ekki of mikið á fermingardaginn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is