Bjó til kransaköku með ömmu og afi sá um pönnukökurnar

Ferming | 31. mars 2024

Bjó til kransaköku með ömmu og afi sá um pönnukökurnar

María Dröfn Theódórsdóttir, nemandi í 9. bekk í Víðistaðaskóla, fermdist í Víðistaðakirkju þann 26. mars í fyrra. Móðir hennar, Erla Dögg Rúnarsdóttir, segir það hafa gagnast þeim vel að stóra systir Maríu Drafnar fermdist árinu áður.

Bjó til kransaköku með ömmu og afi sá um pönnukökurnar

Ferming | 31. mars 2024

María Dröfn Theódórsdóttir fermdist í fyrra.
María Dröfn Theódórsdóttir fermdist í fyrra. Ljósmynd/Hulda Margrét Óladóttir

María Dröfn Theódórsdóttir, nemandi í 9. bekk í Víðistaðaskóla, fermdist í Víðistaðakirkju þann 26. mars í fyrra. Móðir hennar, Erla Dögg Rúnarsdóttir, segir það hafa gagnast þeim vel að stóra systir Maríu Drafnar fermdist árinu áður.

María Dröfn Theódórsdóttir, nemandi í 9. bekk í Víðistaðaskóla, fermdist í Víðistaðakirkju þann 26. mars í fyrra. Móðir hennar, Erla Dögg Rúnarsdóttir, segir það hafa gagnast þeim vel að stóra systir Maríu Drafnar fermdist árinu áður.

Fermingardagurinn var mjög góður. Ég vaknaði klukkan 7 til að fara í greiðslu. Það var Kristín Sólborg á Skemmunni á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sem sá um að greiða mér. Eftir greiðsluna fór ég heim að klæða mig og setja á mig smá farða. Ég þurfti að hafa hraðar hendur því það var mæting klukkan 10 í kirkjuna. Þegar þangað var komið fórum við í fermingarkyrtlana og stilltum okkur upp. Fermingin sjálf var svo klukkan 11.

Það var lítið stress eftir ferminguna því veislan var ekki fyrr en klukkan 16. Við höfðum því nægan tíma til að klára að setja upp veitingar og síðustu skreytingarnar. Veislan var mjög góð en það komu um 70 manns en hún var haldin veislusal í Austurhlíð í Reykjavík. Dagurinn leið mjög hratt og allt gekk vonum framar,“ segir María Dröfn um fermingardaginn sinn í fyrra.

María Dröfn kveikti á fermingarkertinu áður en gestirnir komu.
María Dröfn kveikti á fermingarkertinu áður en gestirnir komu. Ljósmynd/Aðsend

Kom eitthvað óvænt upp á?

„Það kom ekkert óvænt upp á enda vorum við reynslunni ríkari frá fyrra ári en þá fermdist systir mín og var veislan haldin á sama stað. Það ár skreyttum við salinn kvöldinu áður og keyptum helíum til að fylla á blöðrur sjálf og allt leit vel út þegar við gengum út það kvöldið. Morguninn eftir þegar við mættum í salinn var allt helíum farið úr blöðrunum og þær lágu á gólfinu. Við náðum að redda því með því að festa þær upp með límbandi á mettíma og allt gekk vel að lokum sem betur fer. En af þessu lærðum við núna og ákváðum að láta Partýbúðina sjá um þetta fyrir okkur.“ 

Manstu hvernig þér leið á daginn sjálfan?

„Ég var mjög spennt og glöð á fermingardeginum, sérstaklega í kirkjunni. Ég var aðallega stressuð að taka á móti öllum gestunum en það gekk svo vel að ég gleymdi því eiginlega. Allir voru í svo góðu skapi og glaðir.“

Systurnar María Dröfn og Ásrún Eva Thódórsdætur.
Systurnar María Dröfn og Ásrún Eva Thódórsdætur. Ljósmynd/Aðsend

Gerði kransakökuna með hjálp ömmu

Hvernig var veislan?

„Veislan var mjög lágstemmd en skemmtileg. Það var mikið hlegið og haft gaman. Við buðum nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum. Við vorum með smárétti og kökur frá SOHO veitingum sem slógu í gegn, fermingarköku frá 17 sortum og ís frá Valdísi. Ég bauð líka upp á pönnukökur sem afi Gísli sá um að gera og kransaköku sem ég bjó til sjálf með ömmu Maju en við fórum saman á námskeið í kransakökugerð í Blómavali, það var skemmtilegt og kakan var mjög góð.

Litaþemað í veislunni var aðallega bleikt með gylltu ívafi. Við skreyttum borðin með hvítum dúkum og bleikum löberum. Keyptum falleg bleik blóm í Samasem og svo sá ég um að búa til kókoskúlur þar sem ég litaði sjálf kókosinn bleikan með bleiku Pitaya-dufti. Það kom einstaklega vel út. Við vorum með mikið af blöðrum og blómum sem mér þykir svo flott. Ég var nú ekki með neitt sérstakt hlutverk í veislunni fyrir utan að bjóða gestum að gjöra svo vel. Mamma og pabbi voru með smá ræðu og svo gerði mamma skemmtilegt myndband frá mínu lífi, frá fæðingu til fermingar.“

Kransakökuna gerði María með ömmu sinni.
Kransakökuna gerði María með ömmu sinni. Ljósmynd/Aðsend
Fermingarbarnið María Dröfn ásamt móður sinni, Erlu Dröfn Rúnarsdóttur og …
Fermingarbarnið María Dröfn ásamt móður sinni, Erlu Dröfn Rúnarsdóttur og ömmu sinni, Maríu Antonsdóttur. Ljósmynd/Aðsend
Fermingartertan var frá 17 sortum.
Fermingartertan var frá 17 sortum. Ljósmynd/Aðsend

Tókst þú þátt í að undirbúa veisluna?

„Já, ég valdi mikið af skrautinu sjálf og ákvað þemað. Ég vildi fá ákveðnar veitingar en mér þykja brauðréttir og allskonar smáréttir svo góðir, ég var því ákveðin að hafa slíkt í veislunni. Svo finnst mér kökurnar frá 17 sortum mjög góðar að það kom eignlega ekkert annað til greina en að hafa fermingarkökuna þaðan. Ég bakaði kransakökuna sjálf og skreytti. Ég aðstoðaði svo við að skreyta salinn og stilla upp veitingunum og raða á borð.“

Ís frá Valdísi var í veislunni.
Ís frá Valdísi var í veislunni. Ljósmynd/Aðsend
María litaði kókosinn í kókoskúlunum bleikan með bleiku Pitaya-dufti.
María litaði kókosinn í kókoskúlunum bleikan með bleiku Pitaya-dufti. Ljósmynd/Aðsend

Mælir með því að fermast ekki sama dag og vinirnir

Hvað fékkstu í fermingargjöf?

„Ég fékk síma frá foreldrum mínum, síðan fékk ég nokkuð af peningum og skartgripum.“

Hvernig voru fermingarfötin?

„Ég var í hvítum blúndukjól með belti sem var keypt í Flash, hvítum Unicorn-skóm frá Kjólum og konfekti. Svo var ég með kross um hálsinn og perlueyrnalokka.“

Fötin fékk María Dröfn í Flash.
Fötin fékk María Dröfn í Flash. Ljósmynd/Hulda Margrét Óladóttir

Fórst þú í myndatöku og hvernig var það?

„Ég fór í myndatöku til Huldu Margrétar ljósmyndara um tveimur vikum fyrir ferminguna. Við ákváðum að nýta sama dag og ég fór í prufuhárgreiðsluna. Mér fannst fullkomið að klára þetta fyrir fermingardaginn, það minnkaði allt stress á deginum sjálfum. Myndatakan gekk mjög vel og vorum við virkilega sátt með útkomuna. Hulda hefur góða nærveru og átti nokkuð auðvelt að fá mig til að fara aðeins út fyrir þægindarammann.“

Fermingarmyndirnar voru aflslappaðar en þær voru teknar eftir prufugreiðsluna.
Fermingarmyndirnar voru aflslappaðar en þær voru teknar eftir prufugreiðsluna. Ljósmynd/Hulda Margrét Óladóttir

Hvað var skemmtilegast við allt fermingarferlið?

„Mér fannst allur undirbúningur mjög skemmtilegur, sérstaklega að velja þema og skreytingar. Ég hafði líka ákveðnar skoðanir á fatnaðinum og á hárgreiðslunni. Ég var búin að skoða Pinterest til að fá hugmyndir og gat sýnt hárgreiðslukonunni það sem ég vildi.
Mér fannst líka mjög gaman í fermingarferðinni í Vatnaskóg sem ég fór í með kirkjunni, það var mjög skemmtilegt.“

Getur þú gefið þeim sem eru að fermast núna góð ráð?

„Ekki fermast sama dag og bestu vinirnir, það var leiðinlegt að komast ekki í þeirra veislu. Ef þú færð peningagjafir, þá mæli ég með að fá ráðleggingar um hvernig má ávaxta þá,“ segir María Dröfn.

Hárið var sett upp að hluta en María Dröfn kom …
Hárið var sett upp að hluta en María Dröfn kom með hugmyndina sjálf. Ljósmynd/Aðsend

Voru rólegri en árinu áður

Erla Dröfn, móðir Maríu Drafnar, segist hafa verið reynslunni ríkari eftir fermingarveisluna árið áður. Undirbúningurinn gekk því einstaklega vel.

„Eldri dóttir mín fermdist árinu áður og ég gat notað mikið af sömu skreytingum þó litasamsetningin hafi verið önnur. Við pöntuðum mat og köku mjög tímanlega og vorum dugleg að útdeila verkefnum á vini og fjölskyldu. Það er ómetanlegt að eiga góða að sem eru tilbúnir til að hjálpa. Við nýttum okkur fermingardaga bæði í Garðheimum og Blómavali þar sem við kláruðum öll innkaup varðandi skraut, kerti, sálmabók og sérvéttur. Pöntuðum blöðrur hjá Partýbúðinni og blóm frá Samasem. Allt þetta var gert þó nokkru fyrir veisluna og það var mikill léttir að klára þennan undirbúning svo snemma,“ segir Erla Dröfn um undirbúninginn.

Mæðgurnar Erla og María í fermingarveislunni í fyrra.
Mæðgurnar Erla og María í fermingarveislunni í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
Falleg blóm lífguðu upp á salinn.
Falleg blóm lífguðu upp á salinn. Ljósmynd/Aðsend


Fylgdi því eitthvað stress að halda veislu?

„Það fylgir því alltaf eitthvað stress að halda svona stóra veislu. Ég var þó öllu rólegri fyrir þessa fermingu en hjá eldri dóttur minnii en ég lærði helling frá fyrra ári, til dæmis að panta ekki of mikinn mat þó það hafi verið nokkuð af afgöngum eftir þessa veislu, líka að vita nákvæmlega hvað þarf að gera þegar komið er í salinn og í hvaða röð er best að gera hlutina. Það gekk allt vel enda fengum við góða hjálp með að setja upp skreytingar og að koma veitingum fyrir.“

Fermingarmyndin var tilbúin þar sem María Dröfn fór í myndatöku …
Fermingarmyndin var tilbúin þar sem María Dröfn fór í myndatöku fyrir fermingardaginn.

Hvað er gott fyrir foreldra fermingarbarna að hafa í huga fyrir fermingardaginn?

„Byrja fyrr en seinna, það er gott að vera búin að panta það sem á að panta. Það er leiðinlegt að lenda í stressi yfir einhverju sem hæglega er hægt að koma í veg fyrir með góðri skipulagningu. Gera lista yfir hvað skal gera í undirbúningnum, hvað þarf að gerast á deginum sjálfum og hvernig er best að raða upp verkefnum og útdeila þeim á vini og ættingja. Reyna að hafa það svolítið vel skipulagt fyrirfram þá mun allt ganga eins og í sögu. Og síðast en ekki síst, splæsa í þrif og slaka svo vel á þegar heim er komið!“

Fjölskyldan gat endurnýtt sumt skraut frá árinu áður.
Fjölskyldan gat endurnýtt sumt skraut frá árinu áður. Ljósmynd/Aðsend

Tíðkaðist að fara í ljós fyrir fermingu

Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan þú fermdist?

„Ég fermdist 1996. Mín veisla var haldin á Lækjarbrekku í miðbæ Reykjavíkur þegar sá staður var enn til. Staðurinn var mjög fallegur og klassískur. Það var mjög gott veður og því hægt að vera úti líka. Í minningunni var þetta æðislegur dagur, ég fór í greiðslu og myndatöku sama daginn en allt gekk vel fyrir sig. Mamma var alveg með skipulagið á hreinu!

Ótrúlegt en satt þá finnst mér ekki mikið hafa breyst en þá er það helst fermingjargjafirnar. Ég fékk mikið af allskyns gjöfum; rúm, sjónvarp, skartgripi, húsgögn, bækur o.fl. en einnig eitthvað af peningum. Í dag fá krakkar miklu meira af peningum en minna af gjöfum. Í þá daga tíðkaðist líka að stunda ljósabekkina og maður var ekki gjaldgengur nema að hafa farið í 10 tíma fyrir fermingu! Sem betur fer hafa tímarnir breyst og hafa mín börn ekki fundið þörfina til að fara í ljós,“ segir Erla Dröfn að lokum.

mbl.is