Katrín tilkynnti forsetaframboð í háklassahönnun

Fatastíllinn | 5. apríl 2024

Katrín tilkynnti forsetaframboð í háklassahönnun

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, valdi íslenska hönnun þegar hún tilkynnti forsetaframboð sitt á samfélagsmiðlum í dag. Pils og kjóll eftir fatahönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur varð fyrir valinu en hún rekur tískuhúsið STEINUNN. 

Katrín tilkynnti forsetaframboð í háklassahönnun

Fatastíllinn | 5. apríl 2024

Katrín Jakobsdóttir klæddist hönnun Steinunnar Sigurðardóttir í dag.
Katrín Jakobsdóttir klæddist hönnun Steinunnar Sigurðardóttir í dag. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, valdi íslenska hönnun þegar hún tilkynnti forsetaframboð sitt á samfélagsmiðlum í dag. Pils og kjóll eftir fatahönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur varð fyrir valinu en hún rekur tískuhúsið STEINUNN. 

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, valdi íslenska hönnun þegar hún tilkynnti forsetaframboð sitt á samfélagsmiðlum í dag. Pils og kjóll eftir fatahönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur varð fyrir valinu en hún rekur tískuhúsið STEINUNN. 

Katrín var í dökkblárri peysu og pilsi í stíl frá Steinunni. Settið er ekki alveg nýtt af nálinni og er ekki fáanlegt lengur í versluninni sem er úti á Granda. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Katrín velur hönnun frá Steinunni þegar mikið liggur við. Katrín tók á móti leiðtog­um Evr­ópuráðsins í Hörpu í fyrra í fötum frá Steinunni. Þá var hún klædd í vínrauðan ullarjakka með slaufukraga og pils með prjónaðri skreyt­ingu að neðan. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Hörpu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Hörpu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu árið 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steinunn er einn af virtustu hönnuðum Íslands. Hún lærði í Parsons School of Design en fór fljótlega eftir útskrift að vinna fyrir þekkt tískuhús eins og Calvin Klein, Gucci Group og La Perla eða þangað til hún opnaði sitt eigið tískuhús árið 2000.

Í viðtali við Smartland fyrir nokkrum árum sagði Steinunn að fatnaður væri stór hluti af hversdagslífinu og að hann skipti máli. 

„Fatnaður er mjög stór hluti af hvers­dags­líf­inu, við þurf­um jú öll að klæða okk­ur. Fyr­ir mér er fata­skáp­ur­inn best geymda leynd­ar­mál ein­stak­lings­ins. Ein­stak­ling­ur­inn stend­ur and­spæn­is fata­skápn­um dag­lega og vel­ur sér bún­ing fyr­ir hlut­verk dags­ins,“ sagði Steinunn í viðtalinu sem hægt er að lesa hér fyrir neðan: 

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Hér er Steinunn að tala við hönnuðinn Calvin Klein í …
Hér er Steinunn að tala við hönnuðinn Calvin Klein í Hörpu árið 2016 en hún starfaði fyrir fatamerki hans á árunum 1989-1995. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is