Fimm spennandi leynieyjur í Evrópu

Skoðunarferðir | 11. febrúar 2024

Fimm spennandi leynieyjur í Evrópu

Víðsvegar um Evrópu er að finna sjarmerandi og spennandi eyjar í hinum ýmsu stærðum. Þær bjóða upp á mismunandi veðurfar, landslag og afþreyingu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Fimm spennandi leynieyjur í Evrópu

Skoðunarferðir | 11. febrúar 2024

Á listanum eru fimm spennandi leynieyjur í Evrópu!
Á listanum eru fimm spennandi leynieyjur í Evrópu! Ljósmynd/Unsplash/Benjamin Elliott

Víðsvegar um Evrópu er að finna sjarmerandi og spennandi eyjar í hinum ýmsu stærðum. Þær bjóða upp á mismunandi veðurfar, landslag og afþreyingu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Víðsvegar um Evrópu er að finna sjarmerandi og spennandi eyjar í hinum ýmsu stærðum. Þær bjóða upp á mismunandi veðurfar, landslag og afþreyingu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Á dögunum birti ferðavefur Condé Nast Traveller lista yfir spennandi eyjar í Evrópu sem eru minna þekktar. 

Kalsoy, Færeyjar

Norðaustur af Færeyjum er að finna töfrandi leynieyjuna Kalsoy. Brött fjöll með hvössum tindum einkenna eyjuna. Eyjan er tilvalinn áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta náttúrunnendur, en hún var meðal annars notuð sem tökustaður fyrir James Bond kvikmyndina No Time to Die

Eyjan er fullkomin fyrir ævintýraþyrsta náttúruunnendur!
Eyjan er fullkomin fyrir ævintýraþyrsta náttúruunnendur! Ljósmynd/Unsplash/Dylan Shaw

Saint Michael's Mount, Cornwall

Til þess að komast á eyjuna Saint Michael's Mount þarf að skipuleggja sig vel, en eyjan er aðeins aðgengileg fótgangandi tvisvar á dag þar sem gönguleiðin hverfur undir sjó þegar það er flóð. Eyjan er fullkominn áfangastaður fyrir söguunnendur, en margar draugasögur eru af eyjunni og mælt með því að fólk forði sér þaðan áður en það verður dimmt.

Eyjan er einungis aðgengileg tvisvar á dag.
Eyjan er einungis aðgengileg tvisvar á dag. Ljósmynd/Unsplash/Éole Wind

Pico, Azoreyjar

Eldfjallaeyjan Pico er ein af portúgölsku Azoeryjunum í Norður-Atlantshafi. Eyjan er sú næst stærsta í Azor-þyrpingunni og er vinsæll staður fyrir hvalaskoðun, þá sérstaklega frá marsmánuði og fram í október. Þeir sem vilja frekar kynnast höfrungum ættu að heimsækja eyjuna frá júlímánuði og fram í október.

Hvalaskoðun er ekki bara vinsæl á Íslandi heldur líka við …
Hvalaskoðun er ekki bara vinsæl á Íslandi heldur líka við Pico. Ljósmynd/Unsplash/Kévin et Laurianne Langlais

Terschelling, Hollandi

Terschelling er ein af Vesturfrísnesku eyjunum í Hollandi. Hún einkennist af fallegum hvítum ströndum og er í sérstöku uppáhaldi meðal hjólafólks, en meðfram ströndinni eru góðir hjólastígar og einstakt útsýni. 

Eyjan er í sérstöku uppáhaldi hjá hjólafólki.
Eyjan er í sérstöku uppáhaldi hjá hjólafólki. Ljósmynd/Unsplash/Bas van Breukelen

Vrångö, Svíþjóð

Vrångö er syðsta eyjan í Gautabergs eyjaklasanum sem er þekkt fyrir afslappað andrúmsloft, frískandi sjósund og sjarmerandi strendur. 

Afslöppun, sjósund og strendur hljómar ansi vel!
Afslöppun, sjósund og strendur hljómar ansi vel! Ljósmynd/Unsplash/Nenad Radojčić
mbl.is