Nixon birti myndir frá ferðalagi sínu til Íslands

Stjörnur á ferð og flugi | 27. febrúar 2024

Nixon birti myndir frá ferðalagi sínu til Íslands

Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Beðmál í borginni (e. Sex and the City), deildi fallegri færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni af Valentínusardegi.

Nixon birti myndir frá ferðalagi sínu til Íslands

Stjörnur á ferð og flugi | 27. febrúar 2024

Hjónin fögnuðu ástinni á Íslandi.
Hjónin fögnuðu ástinni á Íslandi. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Beðmál í borginni (e. Sex and the City), deildi fallegri færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni af Valentínusardegi.

Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Beðmál í borginni (e. Sex and the City), deildi fallegri færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni af Valentínusardegi.

Nixon birti myndir frá ótrúlegri ævintýraferð, seinkaðri brúðkaupsferð, hennar og eiginkonu hennar, Christine Marioni. Þær gengu í hjónaband árið 2012 og heimsóttu Ísland, Grænland og Noreg síðastliðið sumar til að fagna ást sinni. 

„Gleðilegan Valentínusardag,“ skrifaði Nixon í upphafi færslunnar. „Ég ákvað að deila nokkrum myndum frá síðasta sumri þegar við eiginkona mín héldum af stað í mjög seinkaða brúðkaupsferð, 11 árum eftir að við gengum í hjónaband. 

Christine, að fá þetta tækifæri til að heimsækja Grænland, Ísland og Noreg með þér var hreint út sagt ótrúlegt ævintýri. En allir dagar með þér eru ótrúlegt ævintýri, hvar sem við erum í heiminum og jafnvel bara heima. Ég elska þig svo mikið og trúi því varla að okkur hafi tekist að finna hvor aðra. Guði sé lof að við gerðum það,“ skrifaði Nixon.

Myndaserían hefur fengið yfir 70.000 „likes“ frá fylgjendum leikkonunnar. 

mbl.is