Elísabet var í pallíettubuxum og bikinítopp á gamlársdag

Spánn | 3. janúar 2024

Elísabet var í pallíettubuxum og bikinítopp á gamlársdag

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir endaði árið 2023 með stæl á ströndinni á Kanarí klædd í pallíettubuxur og bikinítopp.

Elísabet var í pallíettubuxum og bikinítopp á gamlársdag

Spánn | 3. janúar 2024

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir endaði árið 2023 með stæl!
Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir endaði árið 2023 með stæl! Skjáskot/Instagram

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir endaði árið 2023 með stæl á ströndinni á Kanarí klædd í pallíettubuxur og bikinítopp.

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir endaði árið 2023 með stæl á ströndinni á Kanarí klædd í pallíettubuxur og bikinítopp.

Elísabet er stödd á Jandía á Kanaríeyjum ásamt fjölskyldu sinni, en af myndum að dæma væsir sannarlega ekki um þau í sólinni. Hún birti fallega myndaröð frá gamlársdegi á Instagram-reikningi sínum og segir það hafa verið fullkomið að enda árið með lautarferð á ströndinni.

Fjölskyldan hefur notið þess að busla í sjónum með tærnar í sandinum á ströndinni á Jandía undanfarna daga eða við sundlaugarbakkann á hótelinu sem er ekki slæmur staður til að byrja nýtt ár!

mbl.is