Sól gisti í sögufrægri byggingu á Spáni

Skoðunarferðir | 12. nóvember 2023

Sól gisti í sögufrægri byggingu á Spáni

Ljósmyndarinn Sól Stefánsdóttir vakti athygli margra á dögunum þegar hún birti myndir frá ferðalagi sínu á Calpe á Spáni, en hún gisti í einstakri og sögufrægri byggingu, La Marulla Roja.

Sól gisti í sögufrægri byggingu á Spáni

Skoðunarferðir | 12. nóvember 2023

Ljósmyndarinn Sól Stefánsdóttir tók magnaðar myndir á Calpe á Spáni.
Ljósmyndarinn Sól Stefánsdóttir tók magnaðar myndir á Calpe á Spáni. Samsett mynd

Ljósmyndarinn Sól Stefánsdóttir vakti athygli margra á dögunum þegar hún birti myndir frá ferðalagi sínu á Calpe á Spáni, en hún gisti í einstakri og sögufrægri byggingu, La Marulla Roja.

Ljósmyndarinn Sól Stefánsdóttir vakti athygli margra á dögunum þegar hún birti myndir frá ferðalagi sínu á Calpe á Spáni, en hún gisti í einstakri og sögufrægri byggingu, La Marulla Roja.

Byggingin var hönnuð af spænska arkitektinum Ricardo Bofill árið 1968 og er í einstökum byggingarstíl, en skörp form og kröftugir litir einkenna hana. Alls eru 50 íbúðir í húsinu í mismunandi stærðum auk sólbaðsaðstöðu og sundlaugar sem eru á þakinu.

Aðspurð segist Sól hafa rekist á gistinguna á samfélagsmiðlum. „Ef ég er að fara erlendis og þekki ekki áfangastaðinn þá leita ég alltaf af honum á Instagram og TikTok og fæ mikið af fallegum stöðum út frá því. Á Instagram finn ég sérstaklega fallega staði til að taka ljósmyndir á,“ segir Sól og bætir við að hún hafi pantað gistinguna í gegnum bókunarsíðu Airbnb. 

Fallegur og kröftugur bleikur litur heillaði Sól.
Fallegur og kröftugur bleikur litur heillaði Sól. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir
Einstök form einkenna bygginguna.
Einstök form einkenna bygginguna. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir

„Algjör draumabygging fyrir ljósmyndara“

Sól segir upplifunina að gista í La Marulla Roja hafa verið dásamlega. „Ég hef aldrei upplifað svona öðruvísi byggingu, skrítna og fallega. Þetta er algjör draumabygging fyrir ljósmyndara sem elskar litinn bleikan,“ segir hún. 

„Við vorum þarna um miðjan október og vorum heppin með tímann þar sem það voru mjög fáir þarna. Við rákumst held ég á fjórar manneskjur á meðan við röltum um svæðið að skoða og taka myndir og fengum meira að segja að vera ein í lauginni sem var á þakinu,“ segir Sól, en eftir að hún deildi myndum af byggingunni á Instagram fékk hún nokkrar spurningar út í það hvort þau hefðu verið ein með þessa stóru byggingu.

Sól segir bygginguna vera draum ljósmyndarans.
Sól segir bygginguna vera draum ljósmyndarans. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir
Á þaki byggingarinnar er sundlaug og sólbaðsaðstaða.
Á þaki byggingarinnar er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir

„Þú færð það sem þú borgar fyrir“

Þá vildu fylgjendur hennar einnig ólmir vita hvað gisting í þessu merka húsi hefði kostað, en hún pantaði gistinguna með dagsfyrirvara og pantaði ódýrasta herbergið sem var í boði. „Það ódýrasta sem við fundum var um 12 þúsund krónur nóttin. Við gistum frá sunnudegi til mánudags, en það er ódýrara að gista á virkum dögum en um helgar,“ segir Sól. 

„Miðað við það sem ég sá á netinu var verð fyrir nóttina í húsinu á bilinu 10 þúsund til 30 þúsund krónur nóttin, en ég myndi klárlega ekki taka ódýrasta herbergið næst. Þú færð það sem þú borgar fyrir og við fengum algjöra holu. Það var algjör skyndiákvörðun að gista þarna af því það var ekki hægt að fara inn á svæðið nema að vera með lykil þar sem byggingin er öll umkringd girðingum og hliðum,“ bætir hún við. 

Blár litur spilar einnig stórt hlutverk í byggingunni.
Blár litur spilar einnig stórt hlutverk í byggingunni. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir
Ekki er hægt að komast inn á svæði byggingarinnar án …
Ekki er hægt að komast inn á svæði byggingarinnar án þess að gista í húsinu. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir

Innblástur Squid Game-þáttanna

Þrátt fyrir að herbergið hafi ekki verið stórt segir Sól gistinguna hafa verið algjörlega þess virði. „Það dugði að taka eina nótt en ég mæli með að gista frekar tvær nætur til að geta notið betur. Ég hefði viljað vera lengur en eina nótt því ég vildi taka endalausar myndir!“segir hún að lokum. 

Sól er ekki sú eina sem hefur fengið mikinn innblástur frá byggingunni, en leikmynd kóresku Netflix-þáttanna Squid Game var innblásin af arkitektúr La Marulla Roja.

Sól átti dásamlegar stundir við sundlaugina.
Sól átti dásamlegar stundir við sundlaugina. Ljósmynd/Sól Stefánsdóttir
mbl.is