Með kærastanum á framandi slóðum

Stjörnur á ferð og flugi | 2. apríl 2024

Með kærastanum á framandi slóðum

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir lét fara vel um sig í Dúbaí yfir páskana. Íþróttakonan var ekki ein á ferð, en hennar heittelskaði, kvikmyndagerðarmaðurinn og Crossfit-íþróttakappinn, Luke Ebron, var með í för.

Með kærastanum á framandi slóðum

Stjörnur á ferð og flugi | 2. apríl 2024

Ástin skín af parinu!
Ástin skín af parinu! Samsett mynd

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir lét fara vel um sig í Dúbaí yfir páskana. Íþróttakonan var ekki ein á ferð, en hennar heittelskaði, kvikmyndagerðarmaðurinn og Crossfit-íþróttakappinn, Luke Ebron, var með í för.

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir lét fara vel um sig í Dúbaí yfir páskana. Íþróttakonan var ekki ein á ferð, en hennar heittelskaði, kvikmyndagerðarmaðurinn og Crossfit-íþróttakappinn, Luke Ebron, var með í för.

„Ég fagna páskunum á aðeins annan hátt í ár,“ skrifaði Sara við myndaseríu sem sýnir parið njóta góðra stunda á framandi slóðum.

Sara, ein þekktasta Crossfit-stjarna í heiminum, greindi frá sambandi hennar og Ebron í byrjun febrúar. Hún birti skemmtilega færslu í tilefni af afmælisdegi Ebron sem gaf einnig innsýn í líf parsins.

Ásamt ástríðu fyrir Crossfit, einni vinsælustu íþrótt 21. aldarinnar, þá deilir parið einnig ástríðu fyrir ferðalögum og hefur ferðast heimshorna á milli síðastliðna mánuði.

mbl.is