Lele Pons heilluð af íslenska hestinum

Á ferðalagi | 5. mars 2024

Lele Pons heilluð af íslenska hestinum

Venesúelska samfélagsmiðlastjarnan Eleonora Pons, betur þekkt sem Lele Pons á YouTube og Instagram, er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt góðvinum sínum. Pons hefur átt ævintýralega daga hér á klakanum og fór meðal annars í hestaferð með Mr. Iceland og upplifði töfra Seljalandsfoss og nágrennis.

Lele Pons heilluð af íslenska hestinum

Á ferðalagi | 5. mars 2024

Lele Pons hefur sýnt frá ferðalagi sínu á Instagram.
Lele Pons hefur sýnt frá ferðalagi sínu á Instagram. Samsett mynd

Venesúelska samfélagsmiðlastjarnan Eleonora Pons, betur þekkt sem Lele Pons á YouTube og Instagram, er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt góðvinum sínum. Pons hefur átt ævintýralega daga hér á klakanum og fór meðal annars í hestaferð með Mr. Iceland og upplifði töfra Seljalandsfoss og nágrennis.

Venesúelska samfélagsmiðlastjarnan Eleonora Pons, betur þekkt sem Lele Pons á YouTube og Instagram, er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt góðvinum sínum. Pons hefur átt ævintýralega daga hér á klakanum og fór meðal annars í hestaferð með Mr. Iceland og upplifði töfra Seljalandsfoss og nágrennis.

Pons hefur verið dugleg að birta myndir og myndskeið frá Íslandsferðinni með fylgjendum sínum á Instagram. Mörg myndskeiðanna innihalda íslenska hestinn og hefur hún greinilega heillast af dýrinu. Pons sést á gangi um hesthús, á hestbaki og að teyma hest. 

Samfélagsmiðlastjarnan er heilluð af íslenska hestinum.
Samfélagsmiðlastjarnan er heilluð af íslenska hestinum. Skjáskot/Instagram

Kynntist íslenska næturlífinu

Síðastliðna helgi fékk samfélagsmiðlastjarnan að kynnast íslenska næturlífinu en hún skemmti sér drottningarlega á íslenska skemmtistaðnum Exit í Austurstræti. Þar sást til hennar dansa uppi á sviði staðarins við mikinn fögnuð viðstaddra.

Pons er vel þekkt meðal íslenskra ungmenna. Hún er með yfir 55 milljónir fylgjenda á Instagram. Pons varð fyrst þekkt fyr­ir grín­mynd­bönd sín á sam­fé­lags­miðlin­um Vine en færði sig síðar yfir á YouTu­be. Þá leik­ur hún í raun­veru­leikaþátt­un­um The Secret Life of Lele Pons og hef­ur einnig tekið að sér verk­efni sem söng­kona.

mbl.is