Kápa Meghan kostaði yfir hálfa milljón

Kóngafólk í fjölmiðlum | 4. apríl 2024

Kápa Meghan kostaði yfir hálfa milljón

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, starfa ekki lengur fyrir bresku konungsfjölskylduna en hafa það samt nokkuð gott í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti getur Meghan hertogaynja klæðst fokdýrum fötum þegar hún mætir á viðburði. 

Kápa Meghan kostaði yfir hálfa milljón

Kóngafólk í fjölmiðlum | 4. apríl 2024

Harry og Meghan njóta þess að búa í Bandaríkjunum og …
Harry og Meghan njóta þess að búa í Bandaríkjunum og klæðast enn merkjavörum. Ljósmynd/The Kinsey Collection

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, starfa ekki lengur fyrir bresku konungsfjölskylduna en hafa það samt nokkuð gott í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti getur Meghan hertogaynja klæðst fokdýrum fötum þegar hún mætir á viðburði. 

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, starfa ekki lengur fyrir bresku konungsfjölskylduna en hafa það samt nokkuð gott í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti getur Meghan hertogaynja klæðst fokdýrum fötum þegar hún mætir á viðburði. 

Hjónin mættu á dögunum á listaviðburð í Los Angeles. Klæddist Meghan einstaklega fallegri kápu með stuttum ermum frá Carolina Herrera. Kápan er svört en með fallega bróderuðum blómum sem gáfu yfirhöfninni konunglegt yfirbragð. Kápuna er að finna á vef Carolina Herrea og kostar hún 3.790 dollara eða vel yfir hálfa milljón íslenskra króna. 

Móðir Meghan, Doria Ragland, mætti einnig sem og móðir Beyoncé, Tina Knowles. Mæðrum stjarnanna virtist koma vel saman á listasýningunni. 

Meghan tók sig vel út í kápunni.
Meghan tók sig vel út í kápunni. Ljósmynd/The Kinsey Collection
Eins kápa og Meghan á frá Carolina Herrera.
Eins kápa og Meghan á frá Carolina Herrera. Ljósmynd/Carolina Herrera

Ekki fyrsta flíkin frá Carolina Herrera

Meghan er greinilega aðdáandi merkisins og er þetta ekki í fyrsta skipti sem hún klæðist fötum frá Carolina Herrera. Hún klæddist rauðum síðkjól frá merkinu þegar hún og Harry mætti á galaviðburð í New York árið 2021. Þótti hún einstaklega glæsilega til fara í kjólnum. 

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja árið 2021. Meghan er í …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja árið 2021. Meghan er í rauðum kjól frá Carolina Herrera. AFP/ Dia Dipasupilmbl.is