Segir hið fullkomna ferðalag innihalda þennan skyndibita

Frægir ferðast | 19. janúar 2024

Segir hið fullkomna ferðalag innihalda þennan skyndibita

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario veit fátt skemmtilegra en að ferðast og má því segja að hún hafi dottið í lukkupottinn þegar hún fékk hlutverk í fyrstu þáttaröð The White Lotus, en hún var tekin upp yfir átta mánaða tímabil á Havaí. 

Segir hið fullkomna ferðalag innihalda þennan skyndibita

Frægir ferðast | 19. janúar 2024

Alexandra Daddario er ófeimin á Instagram.
Alexandra Daddario er ófeimin á Instagram. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario veit fátt skemmtilegra en að ferðast og má því segja að hún hafi dottið í lukkupottinn þegar hún fékk hlutverk í fyrstu þáttaröð The White Lotus, en hún var tekin upp yfir átta mánaða tímabil á Havaí. 

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario veit fátt skemmtilegra en að ferðast og má því segja að hún hafi dottið í lukkupottinn þegar hún fékk hlutverk í fyrstu þáttaröð The White Lotus, en hún var tekin upp yfir átta mánaða tímabil á Havaí. 

Daddario, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni um Strandverði (e. Baywatch) frá árinu 2017, ræddi við blaðamann ferðatímaritsins Travel + Leisure um draumaferðalag sitt og matarvenjur á ferðalögum og sagði einnig frá vinsælli veitingahúsakeðju sem hún getur ómögulega staðist, hvar sem er í heiminum.

„Ég verð að heimsækja McDonalds,“ sagði Daddario. „Ég elska að heimsækja McDonalds í ólíkum löndum til að sjá hvað er á boðstólnum.“ Leikkonan sagðist einnig hafa elskað McDonalds á Havaí, en þar gat hún fengið hrærð egg og hrísgrjón. 

Daddario dreymir um að heimsækja Taíland en það er einmitt áfangastaður nýjustu seríu The White Lotus. Þar sem Daddario er því miður ekki hluti af leikaraliði nýju seríunnar þarf hún að finna aðra leið til að fara í draumafríið og bragða á McDonalds í Taílandi.

mbl.is