Nýjasti tökustaður The White Lotus loks staðfestur

The White Lotus byrjaði á Hawaii.
The White Lotus byrjaði á Hawaii.

Framleiðendur hinna vinsælu þátta The White Lotus hafa loks staðfest þann orðróm sem hefur verið á kreiki um tökustað þriðju þáttaraðarinnar. Tökulið og leikarar munu halda til Taílands nú í febrúar og fara tökur meðal annars fram í höfuðborg landsins, Bangkok, ásamt eyjunum Phuket og Ko Samui. 

Mike White höfundur þáttanna hafði þegar gefið til kynna hvert förinni væri heitið og það fyrir tæplega einu ári síðan. Hann sagði að þriðja serían myndi gerast í Asíu en gaf þó ekki upp nákvæmari staðsetningu. Fyrsta þáttaröðin gerðist á eyjunni Havaí en sú seinni á Ítalíu. 

Þættirnir fjalla um gesti og starfsfólk á lúxushótelum víða um heim. Unnið er með visst þema í hverri þáttaröð. Í fyrstu þáttaröðinni var athyglinni beint að peningum og græðgi en í annarri var aðal umfjöllunarefnið kynlíf. Nýjasta serían mun tækla dauðann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert