Taíland næsti áfangastaður

Jennifer Coolidge úr The White Lotus. Við hlið hennar sést …
Jennifer Coolidge úr The White Lotus. Við hlið hennar sést Four Seasons hótel í Taílandi. Samsett mynd

Þriðja þáttaröðin af The White Lotus gerist líklega í Taílandi. Fyrstu tvær þáttaraðirnar voru gríðarlega vinsældar og hlutu mikið lof. Fysta þáttaröðin gerðist á Hawaii en sú næsta á Ítalíu. Hver þáttaröð skartar nýjum persónum og sögum. 

Þeir sem þekkja til Mike Whites höfunda þáttanna segja frá þessu á vef Varity. White hafði áður gefið til kynna að næst yrði förinni heitið til Asíu. Ákveðið þema er í hverri þáttaröð. Í fyrstu voru peningar í forgrunni og í annarri kynlíf. White greindi frá því að næst yrði sjónunum beint að dauðanum. 

Þættirnir fjalla um gesti og starfsfólk á glæsihótelum. Hótel Four Seosons hafa verið notuð til að taka upp á. Það er ekki ólíklegt að það verði farið sömu leið næst. Hótelkeðjan rekur hótel í Bangkok, Chiang Mai, Koh Samui og Golden Triangle.

The White Lotus á Hawaii.
The White Lotus á Hawaii.
mbl.is