Óvenjulegustu fatakaupin gardínur úr Rúmfatalagernum

Fatastíllinn | 6. apríl 2024

Óvenjulegustu fatakaupin gardínur úr Rúmfatalagernum

Það er óhætt að segja að líf hins 22 ára gamla Egils Andrasonar hverfist um sviðslistir og tónlist, en hann er með afar skemmtilegan fatastíl sem byrjaði einmitt að þróast með hlutverki sem hann lék í menntaskólaleikriti. 

Óvenjulegustu fatakaupin gardínur úr Rúmfatalagernum

Fatastíllinn | 6. apríl 2024

Egill Andrason er nemi á sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands.
Egill Andrason er nemi á sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands. Samsett mynd

Það er óhætt að segja að líf hins 22 ára gamla Egils Andrasonar hverfist um sviðslistir og tónlist, en hann er með afar skemmtilegan fatastíl sem byrjaði einmitt að þróast með hlutverki sem hann lék í menntaskólaleikriti. 

Það er óhætt að segja að líf hins 22 ára gamla Egils Andrasonar hverfist um sviðslistir og tónlist, en hann er með afar skemmtilegan fatastíl sem byrjaði einmitt að þróast með hlutverki sem hann lék í menntaskólaleikriti. 

Egill er nemi á sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands og mun útskrifast þaðan í vor, en samhliða því starfar hann við tónlist og leiklist. Um þessar mundir er hann í sýningunni Fúsi í Borgarleikhúsinu, en fyrr á árinu var hann í Eddu í Þjóðleikhúsinu sem hann samdi tónlist fyrir ásamt Sölku Valsdóttur.

Það er nóg um að vera hjá Agli sem er …
Það er nóg um að vera hjá Agli sem er á fullu í tónlist og leiklist samhliða náminu. Ljósmynd/Leifur Wilberg Orrason

„Ég sótti um sviðshöfundinn í Listaháskólanum því mér finnst það vera brautin sem hentar fólki best sem hefur áhuga og hæfileika í allskonar miðlum, og vilja ekki endilega velja sér bara einn vettvang eða eina línu. Í náminu lærum við að lesa í menninguna og að sviðsetja hana út frá eigin áhugasviðum og sjónarmiðum. Sumir eru meira í því að skrifa leiksýningar eða kvikmyndahandrit, aðrir í að leikstýra, leika sjálf eða í búningahönnun eða ljóshönnun og það sem mér dettur ekki í hug.

Mér persónulega finnst gaman í þessu öllu en hef mest verið í að skrifa, leikstýra og leika. Það besta við skólann eru bekkjarsystkini mín, klárlega, en við stöndum öll í því að setja upp útskriftarsýningarnar okkar núna á Sviðslistahátíðinni Reykjavík Cringe Festival. Yfir eins og hálfs vikna tímabil sýnum við tíu sýningar, rúmlega þrisvar sinnum. Þannig í raun eru rúmlega 30 ókeypis leiksýningar í gangi uppi í Listaháskola sem allir mega sjá. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir leikhús- eða menningarunnendur til þess að koma og sjá einhverja snilld,“ útskýrir Egill.

Áhugasvið Egils er breitt en hann hefur þó mest verið …
Áhugasvið Egils er breitt en hann hefur þó mest verið að skrifa, leikstýra og leika.

Aðspurður segir Egill að honum finnist langskemmtilegast að setja upp eigin höfundaverk. „Í fyrra setti ég upp söngleikinn Vitfús Blú, ásamt stórri hljómsveit og þokkalegum hóp leikara og dansara. En í ár, sem útskriftarsýningu, set ég upp dramatískara og þyngra verk. Það er mega gaman að geta gert bæði og fengið frábæra handleiðslu góðra leiðbeinanda. Námið er nokkuð sniðið að þörfum hvers og eins sem mer finnst æðislegt. Námið er samt mjög krefjandi og krefst þess að maður mæti sjálfum sér á hverjum degi, finni og þenji mörk sín, á sínum forsendum. Í náminu köfum við djúpt í hvernig við sviðsetjum okkur hversdagslega. Þá t.d. í gegnum fatnað,“ segir hann.

Hér er Egill í uppáhaldsvestinu sínu að kynna Skrekk árið …
Hér er Egill í uppáhaldsvestinu sínu að kynna Skrekk árið 2023. Ljósmynd/Anton Bjarni

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?

„Ég hef alls ekki haft áhuga á tísku allt mitt líf. Þvert á móti fannst mér gaman að gefa skít í það og vera bara í einhverju sem ég tíndi upp af gólfinu. Það var í raun ekki fyrr en í ég tók þátt í einu menntaskólaleikriti þar sem ég átti að leika töffara og fékk þar af leiðandi svolítið töffaralegan búning, þar sem ég fann fyrir að því betur sem ég klæddi mig, því betur leið mér. Ég fann kraft fatanna, að ef þau voru flott þá varð ég sjálfur flottur, mér leið þannig að minnsta kosti. Þá leið mér líka bara betur almennt. Þetta vissu sjálfsagt allir en ekki ég, fyrr en í kringum þetta tímabil.“

Hér má sjá Egil í töffarahlutverkinu sem kveikti tískuáhuga hans.
Hér má sjá Egil í töffarahlutverkinu sem kveikti tískuáhuga hans.

„Þess vegna fór ég beint eftir frumsýningu í næstu búð og keypti mér eins föt og karakterinn klæddist. Þannig stíll þessarar persónu, sem var sko algjört aukahlutverk í sýningunni, man ekki einu sinni hvað ég átti að heita, færðist yfir á mig. Ég klæddi mig eins og ég væri enn að leika í sýningunni ári eftir lokasýningu. Síðan þróaðist þetta aðeins hjá mér og ég fann minn stíl betur. “

Síðan í menntaskóla hefur fatastíll Egils svo þróast.
Síðan í menntaskóla hefur fatastíll Egils svo þróast.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Fatastíllinn minn í dag er annar en hann var, en mér finnst gaman að hoppa á milli allskonar stefna. Velja mér búning fyrir hvern dag. Því hvað er það að velja fötin sín í herberginu sínu á morgnana mikið öðruvísi en að fara í búning fyrir sýningu? Ég hugsa þetta allavega alls ekki ósvipað. Þannig ég er ekki mikið að velja einn sérstakan stíl og halda mér við hann.“

Egill segist velja sér búning fyrir hvern dag.
Egill segist velja sér búning fyrir hvern dag.

„Nýlega hef ég verið mikið í jakkafatajökkum og í einhverju hversdagslegra undir. Mér finnst líka gaman að vera í jakkafatafötum, en klæðast þeim ekki vel. Ekki vera alveg girtur og straujaður endilega. Það er oft munurinn á mér hversdagslega „versus“ við fínni tilefni, hvort ég sé straujaður, greiddur og girtur. Mér hefur áður þótt gaman að klæðast sterkum litum og þótt ömurlegt að horfa á litapalletu tískuheimsins undanfarin ár, þá hvað varðar föt eða málningu á húsum og húsgögnum, vefs svo skjannahvíta, svarta og (verst) gráa. Ég held þó að liturinn sé að koma meira í tísku aftur, en kannski er það sjálfsblekking. En í hræsni minni hef síðustu ár gert meira úr því að klæðast daufari litum. Eða jarðlitum. Þá gulum, brúnum og grænum. Það fer mér, verandi rauðhærður með brún augu, frekar vel.“

Egill spáir því að litir séu að koma meira í …
Egill spáir því að litir séu að koma meira í tísku aftur.

Bestu fatakaupin?

„Uppáhalds flíkin mín er klárlega mysingsbolurinn minn sem ég fékk í gjöf einu sinni. Ég er mikill baráttumaður fyrir tilvistarrétt mysings og er enn að bíða eftir því að verða sponseraður frá mjólkursamsölunni. Enda breiði ég út fögnuðinn út um allan heim, meðfylgjandi er mynd frá því ég sýndi sýninguna Teenage Songbook of Love and Sex í Sviss í fyrra og klæddist bolnum í leikhúsi þar. Ég á takmarkaðar myndir af þessum bol, sem er leiðinlegt. En önnur góð flík er brúnt gamalt vesti sem ég keypti í litlum nytjamarkaði í Frakklandi.“

Egill í uppáhaldsbolnum!
Egill í uppáhaldsbolnum!

„Ég elska að kaupa föt sem tengjast einhverjum stöðum eða minningum. Ég skil til dæmis alltaf eftir pláss í ferðatöskunni fyrir föt úr nytjamörkuðum þegar ég fer til útlanda. Ég kaupi einungis föt notuð eða fæ gefins frá öðru fólki, og kaupi alltaf einhvern klæðnað í útlöndum. Og fer reyndar alltaf í klippingu í útlöndum, en það er önnur saga og lengri. En fötunum safna ég eins og minjagripum.“

Egill segist safna fötum eins og minjagripum.
Egill segist safna fötum eins og minjagripum.

„Annars er maður alltaf að setja sig eða settur í skemmtilegar múnderingum í skólanum. Og ég vildi að ég gæti klæðst í svona fiskinets- eða rabbabarakjól alltaf.“

Hér er Egill í skemmtilegum búningi úr fiskineti.
Hér er Egill í skemmtilegum búningi úr fiskineti.

En verstu fatakaupin?

„Ég á enga flík sem ég hata en óvenjulegustu fatakaup sem ég hef gert nýlega eru gardínur í Rúmfatalagernum fyrir útskriftarsýninguna mína þetta vorið. Þá bjó eg til, ásamt aðstoðar frá fatahönnunarnema, sítt pils sem nær yfir litla rennibraut fyrir svakalega lokasenu sem þarf líka að virka sem óléttubumba. Þetta pils er eiginlega ótrúlega flott og ég vil klæðast því sem fyrst eftir sýningar. Ætla ekki að deila mynd af því heldur frekar að hvetja fólk að koma og sjá sýninguna, jafnt sem sýningar samnemenda minna. Allar upplýsingar á lhi.is eða á facebook síðu skólans.“

Hinn áhugaverði rabbabarakjóll!
Hinn áhugaverði rabbabarakjóll! Ljósmynd/Sindri Swan
mbl.is