„Það er auðvitað ekki til betri staður til að skemmta sér en Rio de Janeiro“

Sólarlandaferðir | 30. janúar 2024

„Það er auðvitað ekki til betri staður til að skemmta sér en Rio de Janeiro“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ekki sestur í helgan stein þótt hann hafi látið af prófessorsstöðu fyrir aldurs sakir í febrúarlok 2023. Frá því í nóvemberlok hefur hann dvalist í Rio de Janeiro þar sem hann hefur komið sér upp rannsóknarsetri.

„Það er auðvitað ekki til betri staður til að skemmta sér en Rio de Janeiro“

Sólarlandaferðir | 30. janúar 2024

Hannes Hólmsteinn Gissurarson lifir hinu ljúfa lífi.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson lifir hinu ljúfa lífi. Samsett mynd

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ekki sestur í helgan stein þótt hann hafi látið af prófessorsstöðu fyrir aldurs sakir í febrúarlok 2023. Frá því í nóvemberlok hefur hann dvalist í Rio de Janeiro þar sem hann hefur komið sér upp rannsóknarsetri.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ekki sestur í helgan stein þótt hann hafi látið af prófessorsstöðu fyrir aldurs sakir í febrúarlok 2023. Frá því í nóvemberlok hefur hann dvalist í Rio de Janeiro þar sem hann hefur komið sér upp rannsóknarsetri.

Hannes segist reyna að dvelja nokkra mánuði að vetrarlagi í Rio de Janeiro.

„Ég er eins og farfuglarnir, fer á haustin, en kem alltaf aftur á vorin. Ræturnar eru á Íslandi, en það er gott að hafa ekki aðeins rætur, heldur líka vængi eins og fuglarnir og geta fylgt sumrinu allt árið,“ segir Hannes í samtali við mbl.is. 

Hannes hefur setið við skriftir en hann er að vinna að nokkrum bókum og skýrslum á ensku fyrir erlendar hugveitur.

„Ég reyni að vinna frá átta á morgnana til sjö á kvöldin, en slaka síðan á og skemmti mér eftir það. Það er auðvitað ekki til betri staður til að skemmta sér en Rio de Janeiro. Núna er ég að undirbúa kjötkveðjuhátíðina og síðan sjötíu og eins árs afmælið, sem verður 19. febrúar,“ segir hann kátur í bragði. 

Þegar Hannes er spurður að því hvernig jólin hafi verið segist hann hafa verið lánsamur að fá gesti frá Íslandi. 

„Um jólin fékk hann góða gesti frá Íslandi, Myrkva Cox, móður hans og afa, en Myrkvi og móðir hans búa í sama húsi og ég og eru vinafólk mitt,“ segir Hannes. 

Í janúar fóru þeir Hannes og Victor Salvador í Bahia …
Í janúar fóru þeir Hannes og Victor Salvador í Bahia til að halda upp á afmæli Natans.
Hannes var aðeins of lengi í sólinni um daginn eins …
Hannes var aðeins of lengi í sólinni um daginn eins og sést í afmæliskvöldverðinum.
Hannes í góðum gír um áramótin ásamt Natan, Victor, fjármálamanninum …
Hannes í góðum gír um áramótin ásamt Natan, Victor, fjármálamanninum Paul frá New York og hönnuðinum Dominique frá Montreal.
Hér eru þeir Victor, Hannes og Natan á áramótafagnaðinum á …
Hér eru þeir Victor, Hannes og Natan á áramótafagnaðinum á Copacabana Palace gistihúsinu, en á miðnætti hefst mikil flugeldasýning á Copacabana-ströndinni. Fjöldi fólks flykkist til Copacabana-strandarinnar um áramót.
Um áramótin fór Hannes með þeim Victor og Natan á …
Um áramótin fór Hannes með þeim Victor og Natan á áramótafagnað sem haldinn er á Copacabana Palace gistihúsinu. Natan stundar nám í leiklist, píanóleik og ensku í Rio de Janeiro en hann er frá Salvador í Bahia-fylki í Brasilíu.
Hér er Hannes á veitingahúsinu Satyricon í Ipanema ásamt vinum …
Hér er Hannes á veitingahúsinu Satyricon í Ipanema ásamt vinum sínum, Natan og Victor og frænku Victors.
Hér er vinur Hannesar, Victor, með Myrkva á veitingastaðnum Pérgula …
Hér er vinur Hannesar, Victor, með Myrkva á veitingastaðnum Pérgula á Copacabana Palace gistihúsinu þar sem farið var eitt sinn í kvöldverð. Victor var að ljúka þjálfun sem flugþjónn og hefur störf á þessu ári.
Hér eru þeir Hannes og Myrkvi á aðfangadag áður en …
Hér eru þeir Hannes og Myrkvi á aðfangadag áður en sest var að borðum. Málverkið til vinstri er af móður hans, en ljósmyndin er af Anitu, móður Myrkva, en hún er hálfgerð fósturdóttir Hannesar.
Í Salvador hitti Hannes gamlan vin, Georg Leite, sem býr …
Í Salvador hitti Hannes gamlan vin, Georg Leite, sem býr í Reykjavík og rekur Kaldabar, en hann er frá Salvador. Georg var tengdasonur eins besta vinar Hannesar, dr. Kjartans Magnússonar stærðfræðiprófessors, sem lést langt um aldur fram. Georg var með dóttur sína Sofiu með sér og hitti þá Natan og Victor með Hannesi.
Í Salvador, sem var fyrsta höfuðborg Brasilíu, eru margar skrautlegar …
Í Salvador, sem var fyrsta höfuðborg Brasilíu, eru margar skrautlegar og jafnvel gulli slegnar kirkjur. Hér er Hannes staðsettur í einni þeirra.
mbl.is