Hannes Hólmsteinn fagnaði 70 ára afmælinu með því að dansa til sex um morguninn

Hannes Hólmsteinn Gissurarson fagnaði 70 ára afmæli sínu í góðra …
Hannes Hólmsteinn Gissurarson fagnaði 70 ára afmæli sínu í góðra vina hópi. Ljósmynd/Samsett

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor varð sjötugur 19. febrúar. Svo vildi til að kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro hófst um sama leyti en þar býr Hannes um háveturinn og hefur gert síðan 2007. Það var einmitt þess vegna sem hann hélt upp á sjötugsafmælið á balli sem alltaf er haldið á hinu glæsilega Copacabana Palace hóteli í upphafi hátíðarinnar.

„Úr því að ég var að halda upp á sjötugsafmælið gat ég ekki annað en minnst móður minnar, Ástu Hannesdóttur frá Undirfelli, sem fæddi mig í þennan heim 19. febrúar 1953. Hún gerði sitt besta til að ala mig vel upp, en ég er ekki viss um að það hafi tekist sem skyldi. Annars var ég rólegt og stillt barn, hvort sem menn trúa því eða ekki, og snemma bókhneigður,“ segir Hannes.

Kjötkveðjuhátíðir í suðrænum löndum eru haldnar í byrjun lönguföstu, fjörutíu dögum fyrir páska, en þá eiga menn að neita sér um kjöt, sérstaklega á föstudögum, og þeir sem lengst ganga neita sér um það allan tímann.

„Ballið á Copacabana Palace er árviss viðburður og vekur alltaf mikla athygli. Karlar eiga að vera í smóking og konur í síðkjólum, og síðan geta gestir líka verið í alls konar skrautklæðum, eins og þessi ágæta frú sem var ein af skemmtanastjórunum,“ segir Hannes Hólmsteinn. Þegar hann er spurður út í sinn eigin smóking kemur í ljós að hann var keyptur í Richards sem er í Shopping Leblon í Rio de Janeiro. 

Hér er Hannes Hólmsteinn með tveimur glæsimeyjum frá São Paulo.
Hér er Hannes Hólmsteinn með tveimur glæsimeyjum frá São Paulo.

Copacabana Palace hótelið er heimsfrægt og hefur laðað til sín frægðarfólk frá öllum heimshornum. Ekki bara íslenskan 70 ára gamlan prófessor. 

„Copacabana Palace hótelið var að halda upp á hundrað ára afmæli sitt því að það tók til starfa árið 1923. Þar hafa margir kunnir gestir átt sér næturstað, svo sem Marlene Dietrich, Brigitte Bardot, Mick Jagger og Díana prinsessa. Þegar ég hélt upp á afmælið mitt á veitingastað inni í hótelinu árið 2006, voru Rolling Stones á næsta borði. Þeir höfðu haldið tónleika á ströndinni kvöldið áður, 18. febrúar,“ segir Hannes. 

Hvernig var kvöldið? 

„Ballið hófst klukkan tíu um kvöldið,“ segir Hannes og bætir því við að hann hafi verið í góðum félagsskap tveggja meyja frá São Paulo.

„Ég dansaði lengi við þær báðar. Það er mikið fjör á þessu balli því að allir koma þangað ráðnir í að skemmta sér og gleðjast með öðrum. Brasilíumönnum gengur líka oftast öðrum betur að brúa kynslóðabilið. Það er alltaf mikill mannfjöldi fyrir utan þegar gestir ganga inn rauða dregilinn, og hann fagnar þegar hann sér eitthvert frægðarfólk,“ segir hann og játar að hafa verið á ballinu til klukkan sex um morguninn. Gleðin var svo mikil. Hann er þó alls ekki búinn að fá sig fullsaddan af skemmtanalífi og ætlar að halda teiti þegar hann kemur heim til Íslands. 

„Þetta er auðvitað aðeins fyrri hálfleikur, því að mig langar að halda upp á sjötugsafmælið líka með vinum og fjölskyldu heima á Íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem ríkið krefst þess að menn láti af störfum af því að þeim hefur tekist að fara sjötíu sinnum á þessari reikistjörnu í kringum sólina,“ segir hann og hlær. 

Hannes í góðum félagsskap á afmælisdaginn.
Hannes í góðum félagsskap á afmælisdaginn.
Hannes var flottur í tauinu á afmælisdaginn sinn. Smókinginn keypti …
Hannes var flottur í tauinu á afmælisdaginn sinn. Smókinginn keypti hann í Shopping Leblon í Rio de Janeiro í verslun sem heitir Richards. Fyrir aftan hann er málverk af móður hans.
„Þessi herramaður er eins og út úr einhverju ævintýri, en …
„Þessi herramaður er eins og út úr einhverju ævintýri, en ég er hér að gefa brasilíska merkið um að allt sé í himnalagi,“ segir Hannes.
Þessir tveir herramenn fögnuðu afmælinu með Hannesi.
Þessir tveir herramenn fögnuðu afmælinu með Hannesi.
Copacabana Palace hótelið er sérlega glæsilegt en það hefur laðað …
Copacabana Palace hótelið er sérlega glæsilegt en það hefur laðað til sín stórstjörnur í gegnum tíðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál