Hvernig er hægt að tryggja að makinn fái ekki arfinn?

Berglind Svavarsdóttir.
Berglind Svavarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkar svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu 

Góðan dag. 

Nú er ég gift til margra ára og með sameiginleg börn. Barnsfaðir minn gerði samning/kaupmála fyrir okkar hjónaband um að hann haldi öllu því sem hann átti fyrir okkar hjónaband sem séreign. Nú mun ég erfa talsvert eftir aldrað foreldri mitt og langar að spyrja. Hvernig get ég tryggt það að sá arfur verði alfarið mín séreign þegar þar að kemur eða fær eiginmaður minn sjálfkrafa helminginn fyrst við erum gift?

Kveðja,

DF

Sæl DF. 

Eign maka verður hjúskapareign nema sérstakar heimildir standi til annars svo sem vegna þess að eignir hafi verið gerðar að séreignum með kaupmála eða vegna ákvörðunar gefanda eða arfleifanda.

Vegna þess arfs sem þú átt í vændum þá skiptir máli hvort foreldrar þínir hafi mælt svo fyrir í erfðaskrá, sem þeim er heimilt, að allur arfur eftir þau verði séreign erfingja þeirra á meðan þeir eru í hjúskap. Ef engin slík ákvæði liggja fyrir þá geta hjón ákveðið með kaupmála að tiltekin verðmæti, þ.á m. væntanlegur arfur, skuli verða séreign annars þeirra.

Kveðja, 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Berglindi og öðrum lögmönnum á lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál