Spurðu lögmanninn

lögmaður svarar spurningum lesenda um lögfræði

Spurðu lögmanninn
Sendu spurningu

Erfi ég tengdaforeldra mína?

11.2. „Ég missti konuna mína fyrir einu ári. Við vorum gift og áttum þrjú börn saman sem eru öll undir lögaldri. Hálfu ári síðar lést tengdaforeldri mitt sem sat í óskiptu búi. Er það rétt að eingöngu börnin mín erfi hlut konunnar minnar úr búi foreldra hennar?“ Meira »

Missi ég íbúðina ef allt fer í þrot?

2.1. „Maðurinn minn á fyrirtæki með öðrum manni og fjárhagslega þá gengur mjög illa. Hann/þeir eru persónulega ábyrgðaraðilar á gjaldföllnum lánum. Mig langar að vita hvort hægt sé að ganga á okkar persónulegu sameiginlegu eignir ef til fjárnáms/gjaldþrots fyrirtækisins kæmi?“ Meira »

Getur barn utan hjónabands fengið arf?

7.12. „Maður á þrjú börn með eiginkonu sinn og eitt barn utan hjónabands. Falli maðurinn frá á eiginkonan trúlega rétt til setu í óskiptu búi, sæki hún um það. Spurningin er hvort barnið utan hjónabands geti krafist uppgjörs á föðurarfi þrátt fyrir það og hvort sérstakan gjörning þurfi til þess að koma í veg fyrir það.“ Meira »

Íslensk kona stal fjórum milljónum frá vini

27.11. Íslensk kona leitar ráða hjá Heiðrúnu Björk Gísladóttur lögmanni. Konan lánaði vinkonu sinni fjórar milljónir og vinkonan neitar að borga til baka. Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Hver ber ábyrgð ef rör fer í sundur?

1.11. „Þegar stofnlögn hjá hitaveitu fer í sundur og heitt vatn fer niður í sökkul og skemmir veggi og gólf ber hitaveita eða eigandi skaða af?“ spyr lesandi Smartlands. Meira »

Keyptu hús með rakaskemmdum

8.10. Íslensk hjón keyptu 14 ára gamalt hús, fengu fagaðila til að skoða það áður. Svo kom í ljós að í því reyndust rakaskemmdir. Hvað er til ráða? Meira »

Er hægt að rifta hjúskaparsamningi?

29.9. „Við áttum frábæra íbúð á góðum stað en í stað þess að selja hana fékk ég bara helminginn af því sem við áttum í henni, sem sagt ekkert rosalega mikið. Við keyptum íbúðina áður en fasteignaverð hækkaði mjög mikið og ég er svona að átta mig á því núna að ég hefði fengið mun meiri pening ef við hefðum bara selt íbúðina,“ segir íslensk kona. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Kærastinn tók „screenshot“ af brjóstamynd

10.9. „Við höfum stundum sent hvoru öðru myndir í gegnum snapchat og allt í góðu með það. Um daginn þá sendi ég honum brjóstamynd af mér og fékk tilkynningu um að hann hefði tekið „screenshot“ af myndinni. Það er ekki það að ég treysti honum ekki en mér finnst þetta rosalega óþægilegt.“ Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Missti bílprófið og finnst ósanngjarnt

3.12. „Ég var sviptur ökuleyfi í 2 ár með dómsátt. Ég hins vegar þarf að taka ökupróf að nýju með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði, en það var ekki minnst einu orði á það í dómsáttinni. Ég vil fá skírteini afhent án þessara kvaða. Ég tel því að verið sé að refsa mér tvisvar um þetta brot mitt. Er þetta löglegt?“ Meira »

Eiginmaðurinn færði lögheimilið á barinn

22.11. Þannig er mál með vexti að ég og eiginmaður minn erum skilin. Við erum samt ekki skilin á pappírum, erum ekki einu sinni skilin að borði og sæng. Við ákváðum að skilja og hann flutti út í fússi. Ef ég réði þessu værum við búin að ganga frá þessu fyrir margt löngu. Í gremju sinni hefur hann ákveðið að taka hið nýja líf með miklu trompi. Meira »

Hvers vegna borga þau mér ekki?

6.11. Íslensk kona býr í 101 Reykjavík og lenti í vatnstjóni þegar vatn frá íbúð á annarri hæð rann niður í kjallarann. Aðrir íbúar í húsinu neita að taka þátt í kostnaði. Meira »

Íbúðin fór að mígleka eftir afhendingu

29.10. „Nokkrum dögum eftir að við fengum afhent byrjaði að mígleka úr loftinu inni í þvottahúsi. Við hringdum strax í tryggingafélagið okkar sem sendi mann á staðinn. Niðurstaðan var sú að vatnslögn hafði gefið sig.“ Meira »

Fólk í sambúð hefur allt aðra réttarstöðu

5.10. „Ég var í sambúð í 20 ár og við eigum saman eina dóttur. Við skildum fyrir 2 árum og var ætlunin að skipta eignunum í góðu. Við áttum fasteignir sem voru skráðar 50/50.“ Meira »

Er hægt að taka barnið af mér?

26.9. „Ég er 35 ára kona sem á ekki börn en hef áhuga á að eignast mín eigin börn, a.m.k. eitt. Ég komst að því fyrir stuttu að ég gæti ekki gengið með börn og fór því að „googla“ staðgöngumæðrun. Ég veit að það er ekki löglegt á Íslandi en ef við förum í gegnum ferlið í útlöndum lendum við þá í vandræðum þegar við komum til Íslands? Væri hægt að taka barnið af mér?“ Meira »

Félagið varð gjaldþrota, hvað get ég gert?

14.9. „Ég var að vinna á veitingastað í nokkra mánuði en var sagt upp fyrir nokkrum vikum. Núna frétti ég af því að veitingastaðurinn væri farinn á hausinn og mér sagt að ég gæti ekki fengið greiddan uppsagnarfrestinn. Er eitthvað sem ég get gert?“ Meira »

Eigum við að vera skráð 50/50?

8.9. „Ég og kærastinn minn erum að fara að kaupa okkur íbúð saman. Við höfum verið saman í fimm ár. Hann átti meira sparifé en ég og vill því vera skráður 75% eigandi að íbúðinni. Ég mun samt greiða allar afborganir af láninu sem við tökum. Hvernig kemur það út fyrir mig ef við ákveðum seinna að hætta saman?“ Meira »