Nóttin: Steinunn Ólína og Steinbergur skemmtu sér

Samsett mynd

Nóttin dýrkar svona vinnustyttingarvikur. Að hafa alltaf auka-fössara viku eftir viku er bara lífið. Eini ókosturinn er hvað þetta hefur slæm áhrif á lifrina. 

Kvöldið fyrir 1. maí reyndist vera kvöld kvöldanna og Nóttin mætti í bæinn í sínu besta pússi. Það var einstaklega fjölmennt á Kjarval og áberandi mikið af listaspírum og ákveðið systkinaþema í gangi en þar voru rithöfundasysturnar Kamilla Einarsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir og bræðurnir Ragnar Jónasson rithöfundur og Tómas Jónasson lögfræðingur. Þar voru líka Leifur Welding, Sverrir Norland rithöfundur, Börkur Gunnarsson leikstjóri og Ari Guðjónsson lögfræðingur Icelandair. 

Nóttin flúði niður í bæ þann 1. maí. Það var ekki vegna þess að hana langaði í kröfugöngu. Hún gat ekki hlustað á rausið í móður sinni mínútunni lengur. Nóttin var varla vöknuð þegar mamma horfði í augun á henni og sagði við hana að lifrin væri að gefa sig. Minntist á of mikið djamm og of mikla áfengisneyslu. Mamma píndi Nóttina til að drekka volgt sítrónuvatn með cayenne-pipar og hunangi. Svo fór hún að tala um að pabbi þyrfti líka að fara að drekka þetta. Nóttin lokaði sig af inni á baðherbergi, setti á sig hyljara, mjög mikinn varalitablýant, varalit og kinnalit og fór í gamlan Burberry-jakka af pabba. Fyrsta stopp var kosningavaka Jóns Gnarr. Þar var viðskiptakonan Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir í glansandi dúnvesti og í svörtum víðum gallabuxum. Með í för var tískulöggan Svavar Örn og Daníel Örn Hinriksson eiginmaður hans. Hjónin Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir voru í svæðinu og líka María Rut Kristinsdóttir og Katrín Sigríður Steingrímsdóttir Viðreisnargoðsögn. 

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir.
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þar skammt frá var einnig frjálshyggjufrömuðurinn David Friedman með fyrirlestur á gamla Nasa við Austurvöll. Nóttin var dregin þangað af einhverjum ungum sjálfstæðismönnum í jakkafötum. Þar voru Halldór Benjamín Þorbergsson, Eyþór Arnalds, Sigríður Á. Andersen, Júlíus Viggó Ólafsson formaður Heimdallar og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Nóttin er frekar kræf á félagsskap og var fljót að búa til kurteisislega afsökun og hvarf aftur út í mannhaf Austurvallar.

Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins.
Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins.

Á sama tíma var Jón Baldvin Hannibalsson á Sæta svíninu að gera vel við sig með öðrum gömlum körlum. 

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.

Seinna um daginn sá Nóttin Sólveigu Önnu Jónsdóttur í Eflingu labba upp Hverfisgötuna með skeggjuðum manni. 

Nóttin er ekki hrifin af því að yfirgefa miðbæ Reykjavíkur en hún neyddist til þess þar sem pabbi hafði keypt miða á uppistand í Sjálandi. Innanhússstílistinn sem pabbi býr með hafði ætlað með honum en babb kom í bátinn. Nóttina grunar ekki annað að það tengist eitthvað flugferðinni þar sem sólbrúna Broadway-drottningin kom við sögu. 

Nóttin fann flagara-lyktina af pabba þegar þau gengu inn á staðinn. Hausinn á honum var út um allt og það var svolítið eins og hann væri að leita að einhverjum. Anna Björk Birgisdóttir sem er þekktustu fyrir að vera gift Stebba Hilmars í Sálinni var á staðnum og líka Hanna Maja stjörnuförðunarfræðingur, ofurhjónin Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og Bjarni Ákason, Manuela Ósk Harðardóttir fyrrverandi fegurðardrottning var með allt of stór sólgleraugu inni og Hannes Steindórsson einn heitasti fasteignasali landsins var leiftrandi. 

Ofurparið Rúnar Gíslason og Jafet Máni Magnúsarson ásamt Kamillu Einarsdóttur …
Ofurparið Rúnar Gíslason og Jafet Máni Magnúsarson ásamt Kamillu Einarsdóttur og Auði Karítas Ásgeirsdóttur. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Föstudagskvöldið er ekki fullkomnað nema það endi á Kjarval. Nóttin tróð sér þar inn og við blasti myndarlega ofurparið Rúnar Gíslason lögreglumaður og Jafet Máni Magnúsarson flugþjónn og leikari sem voru á trúnó með Kamillu Einarsdóttur ofurskvís. 

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Nóttinni dettur ekki í hug að sleppa góðu laugardagsdjammi og því var ferðinni heitið í miðbæ Reykjavíkur eins og svo oft áður. Kvöldið byrjaði vel á Tíu sopum, en soparnir hjá Nóttinni urðu þó mun fleiri þetta kvöld. Þegar um það bil sextán sopar af einhverju eðal víni í hönnunarflösku höfðu runnið niður kom Nóttin auga á Ólaf Arnalds með nokkrum vel klæddum herramönnum.

Þegar þrjár hönnunarflöskur voru orðnar tómar var kominn smá púki í Nóttina. Ferðinni var því heitið á skemmtistaðinn Röntgen. Nóttin rak augun í Gumma Emil um leið og hún gekk inn á Röntgen og varð strax spennt að sjá hvort hann væri ber að ofan eða að jarðtengja á tánum, en Nóttin er mikill talsmaður þess að enda djammið á smá jarðtengingu – sérstaklega ef það eru komnar nokkrar blöðrur á tærnar eftir nýju hælaskóna. Áður en hún komst nær vaxtarræktarguðinum blasti engin önnur við en Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir sem fullvissaði Nóttina um að hún væri á hárréttum stað.

Steinbergur Finnbogason.
Steinbergur Finnbogason.

Svo kom ný vika og ný tækifæri. Önnur fjögurra daga vinnuvika og allt það. Nóttin skellti sér í Borgarleikhúsið á miðvikudagskvöldið. Þar var forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ásamt Steinbergi Finnbogasyni lögmanni sem bæði eru þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál