Snoturt raðhús við Hvassaleiti

Við Hvassaleiti í Reykjavík er að finna 228 fm raðhús sem byggt var 1962. Húsið var teiknað af Gunnari Hanssyni og er búið að nostra við það og endurnýja töluvert. Húsið er á fjórum hæðum og pöllum. 

Stofan prýðir efsta pallinn en þar er snoturt um að litast. Fiskibeinaparket setur svip sinn á rýmið og stór gluggi hleypir mikilli birtu inn. Stofan er búin fallegum húsgögnum eins og stórum ljósum sófa, marmaraborði og Pantella-lampa. Falleg listaverk eru á veggjunum. 

Á pallinum fyrir neðan stofuna er að finna eldhús og borðstofu. Þar er nýleg hvít innrétting með dökkum borðplötum og góðu skápaplássi. Innbyggður ísskápur er í eldhúsinu og innbyggð uppþvottavél. Eyjan er með svörtum frontum og með dökkum borðplötum. 

Eins og sjá má á fasteignavef mbl.is er fegurðin mikil í þessu eigulega raðhúsi. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hvassaleiti 109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál