„Fyrirgefðu, áttu nokkuð laust herbergi?“

Fatastíllinn | 27. mars 2024

„Fyrirgefðu, áttu nokkuð laust herbergi?“

Leikarinn Brad Pitt og Penélope Cruz leika dramatískt og ástfangið par í nýrri auglýsingu fyrir franska tískuhúsið Chanel. Í auglýsingunni leika þau atriði úr kvikmyndinni A Man and A Woman eftir Claude Lelouch. Myndin kom út í Frakklandi 1966 og hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes sama ár. 

„Fyrirgefðu, áttu nokkuð laust herbergi?“

Fatastíllinn | 27. mars 2024

Leikarinn Brad Pitt og Penélope Cruz leika dramatískt og ástfangið par í nýrri auglýsingu fyrir franska tískuhúsið Chanel. Í auglýsingunni leika þau atriði úr kvikmyndinni A Man and A Woman eftir Claude Lelouch. Myndin kom út í Frakklandi 1966 og hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes sama ár. 

Leikarinn Brad Pitt og Penélope Cruz leika dramatískt og ástfangið par í nýrri auglýsingu fyrir franska tískuhúsið Chanel. Í auglýsingunni leika þau atriði úr kvikmyndinni A Man and A Woman eftir Claude Lelouch. Myndin kom út í Frakklandi 1966 og hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes sama ár. 

Ein frægasta setning myndarinnar er þegar parið kemur á veitingastað og hún spyr þjóninn hvort það sé laust herbergi.

„Fyrirgefðu, áttu nokkuð laust herbergi?“

Virginie Viard, yfirhönnuður Chanel, er mikil kvikmyndaáhugamanneskja og langaði hana að heiðra meistaraverk Claude Lelouch í auglýsingunni. Hún vildi framkalla sömu stemningu og ríkti í myndinni og var auglýsingin tekin upp í Deauville í Frakklandi. Tískuhúsið á líka sína tengingu við Deauville því þar opnaði Gabrielle Chanel, sem yfirleitt var kölluð Coco Chanel, hattaverslun með sama nafni 1912. Ári síðar kynnti hún fyrstu Haute Couture línu sína sem kom henni á kortið. 

Chanel 11.12 handtaskan var upphaflega hönnuð 1955.
Chanel 11.12 handtaskan var upphaflega hönnuð 1955.

Í myndinni A Man and A Woman var aðalleikkonan, Anouk Aimée, með Chanel-tösku sem var í hennar einkaeigu. Hún var bæði með töskuna í myndinni en líka í sínu raunverulega lífi. Um er að ræða þessa klassísku 11.12 handtösku frá Chanel sem notið hefur vinsælda en fyrsta útgáfan leit dagsins ljós 1955. Chanel-aðdáendur eru á því að þessi handtaska passi við allt. Lyfti kvöldkjólnum upp á næsta stig en lífgi líka upp gráan hversdagsleika þegar hún er notuð við gallabuxur og ullarkápur. Töskurnar ganga manna á milli, erfast á milli kynslóða, og gera fátt annað en að hækka í verði - sama hvernig efnahagsástand er í heiminum. 

Hér eru Brad Pitt og Penélope Cruz í hlutverkum sínum …
Hér eru Brad Pitt og Penélope Cruz í hlutverkum sínum á veitingastaðnum. Chanel-taskan sómir sér vel á borðinu.

Inez & Vinoodh myndaði og leikstýrði auglýsingunni og gætir þess vel að halda sig við upprunann. Hvert orð er eins og í upprunalegu myndinni og þegar vel er að gáð er ekki laust við að Aimée og Cruz séu bara nokkuð áþekkar. Cruz hefur verið andlit Chanel síðan 2018 og passar vel inn í það hlutverk. 

A Man and A Woman eftir Claude Lelouch fjallar um karl og konu, ekkil og ekkju, sem hittast í heimavistarskóla barna sinna. Þegar þau hittast smellur eitthvað en hik og ótti þvælast fyrir þeim. En svo breytist allt. A Man and A Woman var tekin upp á þremur vikum vegna bágrar fjárhagsstöðu leikstjórans og voru sum atriðin í myndinni í svarthvítu til að spara peninga. Þess má geta að leikkonan, Anouk Aimée, klæddist sínum eigin fötum og það var einmitt þess vegna sem Chanel-taskan kom til sögu. 

Hér eru þau á göngu á ströndinni.
Hér eru þau á göngu á ströndinni.
Brad Pitt og Penélope Cruz í hlutverkum sínum í auglýsingunni.
Brad Pitt og Penélope Cruz í hlutverkum sínum í auglýsingunni.
Hér er taskan við bílrúðuna.
Hér er taskan við bílrúðuna.
mbl.is