Í sjokki yfir háu verðlagi og eldgosi á Íslandi

Mistök ferðamanna | 16. janúar 2024

Í sjokki yfir háu verðlagi og eldgosi á Íslandi

Áhrifavaldurinn Emi Gibson er stödd á Íslandi um þessar mundir. Íslandsferð hennar virðist ekki hafa byrjað eins og hún hafði séð fyrir sér ef marka má TikTok-myndbönd sem hún hefur birt síðustu daga. 

Í sjokki yfir háu verðlagi og eldgosi á Íslandi

Mistök ferðamanna | 16. janúar 2024

Íslandsferð áhrifavaldsins Emi Gibson hefur komið henni verulega á óvart.
Íslandsferð áhrifavaldsins Emi Gibson hefur komið henni verulega á óvart. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Emi Gibson er stödd á Íslandi um þessar mundir. Íslandsferð hennar virðist ekki hafa byrjað eins og hún hafði séð fyrir sér ef marka má TikTok-myndbönd sem hún hefur birt síðustu daga. 

Áhrifavaldurinn Emi Gibson er stödd á Íslandi um þessar mundir. Íslandsferð hennar virðist ekki hafa byrjað eins og hún hafði séð fyrir sér ef marka má TikTok-myndbönd sem hún hefur birt síðustu daga. 

„Ég er búin að vera á Íslandi í klukkutíma. Eldfjall hefur gosið, við tókum ranga ferðatösku, við erum að fara í fjallgöngu á morgun ... Hvernig í fjandanum á ég að fara í fjallgöngu í háum hælum?“ segir Gibson í einu myndbandinu. Hún tók óvart vitlausa tösku á flugvellinum, en í stað þess að vera með tösku fulla af hlýjum fötum og göngufatnaði tók hún tösku fulla af háum hælum.

Vatnsflaska á 1.200 krónur

Eldgos og töskuvandræði virðast hins vegar ekki vera það eina sem hefur komið Gibson á óvart heldur einnig hátt verðlag á Íslandi. 

„Við erum nýkomin til Íslands, og bara ábending, ef þú ert að fara til Íslands, seldu vinstra nýrað, seldu bæði nýrun og hjartað, seldu sál þína, seldu allt áður en þú ferð,“ segir Gibson.

Í myndbandinu segist hún hafa borgað 100 pund fyrir rútumiða, eða sem nemur rúmum 17 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Þá hafi hún borgað 4 pund eða tæpar 700 krónur fyrir að nota klósett, 5 pund eða um 870 krónur fyrir vatnsmelónu, 7 pund eða rúmar 1.200 krónur fyrir vatnsflösku, 17 pund eða tæpar 3.000 krónur fyrir box af Pringles og 35 pund eða rúmar 6.000 krónur fyrir staka kjúklingabringu úti í matvörubúð. 

Margir hafa furðað sig á verðinu sem Gibson talar um í myndbandinu og hafa nokkrir Íslendingar spurt hvaða matvörubúð hún hafi eiginlega farið í. „Ég bý á Íslandi. Ég hef aldrei þurft að borga fyrir að nota klósett. Drekktu kranavatn og farðu í ódýrari matvörubúðir,“ skrifaði einn notandi á meðan annar skrifaði: „Ég hef búið hér í 29 ár, er mjög forvitinn að vita hvar ég get keypt Pringlesbox á 17 pund.“

mbl.is