Íslendingar kenna Bretum að keyra í snjó

Ferðaráð | 8. desember 2023

Íslendingar kenna Bretum að keyra í snjó

Miklum snjó hefur kyngt niður víðsvegar um Bretland og hefur veðurstofan þar í landi varað ökumenn við erfiðum aðstæðum á vegum. 

Íslendingar kenna Bretum að keyra í snjó

Ferðaráð | 8. desember 2023

Íslenskir ökumenn gefa Bretum góð ráð í snjónum.
Íslenskir ökumenn gefa Bretum góð ráð í snjónum. Ljósmynd/Unsplash/Laura Adai

Miklum snjó hefur kyngt niður víðsvegar um Bretland og hefur veðurstofan þar í landi varað ökumenn við erfiðum aðstæðum á vegum. 

Miklum snjó hefur kyngt niður víðsvegar um Bretland og hefur veðurstofan þar í landi varað ökumenn við erfiðum aðstæðum á vegum. 

Á dögunum birtist grein á The Sun þar sem sérfræðingar hjá bílaleigunni Lotus Car Rental á Íslandi segja að breskir ökumenn séu einfaldlega ekki vanir því að takast á við erfiðar aðstæður á vegum og að þeir eigi það til að gera „hræðileg mistök“ þegar þeir keyra í snjó. 

Sérfræðingarnir gáfu ökumönnum í Bretlandi nokkur góð ráð við akstri í snjó. Þeir segja sólgleraugu eiga að vera staðalbúnað í alla bíla, ekki bara á sumrin heldur einnig á veturna. 

„Sólgleraugu hjálpa til við að draga úr glampa lágrar vetrarsólar á snjónum. Sólgleraugu munu stórbæta hve vel þú sérð á veginn svo vertu viss um að hafa þau með þér, jafnvel við snjóþyngstu aðstæðurnar,“ útskýra þeir. 

Sólgleraugu ættu ekki einungis að vera staðalbúnaður í bílnum á …
Sólgleraugu ættu ekki einungis að vera staðalbúnaður í bílnum á sumrin heldur líka á veturna. mbl.is/Rax

Mikilvægt að halda ró sinni undir stýri

Þá mæla þeir með því að fólk sé í þægilegum fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í, en þykkar úlpur og þung vetrarstígvél geta takmarkað hreyfigetu þína og valdið erfiðleikum með að finna hvað fæturnir eru að gera. Þar af leiðandi sé sniðugt að fara úr úlpunni og skipta yfir í léttari skó áður en sest er undir stýri.

Þegar kemur að sjálfum akstrinum er mælt með því að ekið sé af stað í öðrum gír þegar bíllinn er kyrrstæður og skipta síðan varlega upp í hærri gír um leið og bíllinn fer á hreyfingu. Það er ekki mælt með því að aka í fyrsta gír í snjó þar sem það getur aukið hættuna á því að bíllinn byrji að spóla og renna. 

Ökumenn eru einnig hvattir til að halda ró sinni þegar þeir eru úti á vegum, jafnvel ef bíllinn er að renna. „Það mikilvægasta sem þú getur gert er að halda þétt í stýrið og stýra bílnum þínum í þá átt sem þú rennur,“ segja þeir og bæta við að ef reynt er að kippa í stýrið eða hemla of fast þá gæti bíllinn orðið meira stjórnlaus. „Ef þú ert í verulegri hættu á að rekast á eitthvað þá getur þú bremsað en gerðu það eins varlega og hægt er.“

Að lokum bentu þeir á mikilvægi þess að vera með svokallaðan „neyðarpakka“ í bílnum ef allt fer á versta veg og bíllinn bilar. Neyðarpakkinn ætti að innihalda hluti eins og sköfu, rúðupiss, blys, sjúkrakassa, hlý föt, teppi, mat, drykk, skóflu, símahleðslutæki, startkapla, vegakort og kaðal til að draga bílinn.

mbl.is