Mistök sem ferðamenn gera í París

Borgarferðir | 15. janúar 2020

Mistök sem ferðamenn gera í París

Það getur verið ákveðinn höfuðverkur að skipuleggja ferðalag til staða sem maður hefur aldrei áður komið til. Borgin París er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna og margt hægt að sjá og gera í borginni. 

Mistök sem ferðamenn gera í París

Borgarferðir | 15. janúar 2020

París er gríðarfalleg.
París er gríðarfalleg. Ljósmynd/Pexels

Það getur verið ákveðinn höfuðverkur að skipuleggja ferðalag til staða sem maður hefur aldrei áður komið til. Borgin París er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna og margt hægt að sjá og gera í borginni. 

Það getur verið ákveðinn höfuðverkur að skipuleggja ferðalag til staða sem maður hefur aldrei áður komið til. Borgin París er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna og margt hægt að sjá og gera í borginni. 

Huffington Post hefur tekið saman nokkur mistök sem margir ferðamenn gera þegar þeir koma til borgar ástarinnar. 

Reyna að gera of mikið 

París er stór og á hverju horni er eitthvað áhugavert að gerast. Mistökin sem allt of margir ferðamenn gera er að reyna að sjá allt. Frekar er mælt með því að velja 2-3 hluti á hverjum degi og einbeita sér að því. Það er því frekar málið að dvelja lengur í borginni eða koma oftar. 

Segja ekki „bonjour“ þegar þeir ganga inn í verslun

Það er almenn kurteisi í Frakklandi að segja „bonjour“ eða góðan daginn þegar þú gengur inn í verslun eða almennt einhvers staðar þar sem þú býst við að fá þjónustu. Það eykur líkurnar stórlega á því að þú fáir góða þjónustu. 

Það er algjör óþarfi að kaupa passa að öllum söfnum …
Það er algjör óþarfi að kaupa passa að öllum söfnum borgarinnar nema þú ætlir þér að fara á tvö söfn á hverjum degi. Ljósmynd/Pexels

Borða í flýti

Frakkar eyða miklum tíma í að borða. Ef þú ferð á veitingastað (annan en McDonalds) ættirðu að gera ráð fyrir að minnsta kosti 60-75 mínútum. Þjóusta getur líka gengið hægt fyrir sig og ekki gera mál úr því ef það tekur smá tíma að fá matinn. 

Skoða ekki afgreiðslutíma

Það er mælt með því að athuga afgreiðslutíma áður en þú leggur af stað. París er ekki eins og New York þar sem allt er opið allan sólarhringinn alltaf. Oft eru staðir lokaðir 1-2 daga í viku eða afgreiðslutímarnir eru ekki almennir. Í ágúst er sérstaklega mælt með því að fólk kíki á samfélagsmiðla og skoði afgreiðslutíma betur þar sem margir fara í sumarfrí þá. 

Margir falla í þá gryfju að reyna að sjá alla …
Margir falla í þá gryfju að reyna að sjá alla París á nokkrum dögum. Ljósmynd/Pexels

Gera sjálfa sig að skotmarki vasaþjófa

Eins heillandi og París er þá gleymist oft að hún er stórborg. Í stórborgum leynist oft óheiðarlegt fólk sem laumast í vasa ferðamanna og annarra. Það er mikilvægt að vera með öll verðmæti þar sem þú sérð þau eða getur haldið í þau. Það er líka mælt með því að nota hraðbanka sem eru inni í bönkum en ekki við götuna.

Kaupa óþarfa miða að söfnum

Passar sem veita þér aðgang að fjölda safna innan ákveðins tímaramma eru peningasóun nema þú ætlir þér að fara á tvö söfn á hverjum degi. Hægt er að kaupa miða á netinu fyrir öll stærstu söfnin í borginni og þá kemstu fram fyrir miðasöluröðina á staðnum. 

Kaupa brauð, vín og ost í stórmörkuðum

Ljósmyndarinn og bloggarinn Frédéric Vielcanet ráðleggur ferðamönnum að kaupa brauð í bakaríi, vín í vínbúð og ost í ostabúð. Þar séu gæðin töluvert meiri en í stórmörkuðum. Þegar þú kemur inn í bakarí áttu að haga þér eins og heimamaður og segja „une baguette de tradition bien cuite s’il vous plaît“. Borðaðu svo brauðið á bekk við götuna eins og alvöru Parísarbúi. 

Ekki gera ráð fyrir minna en klukkutíma í að borða …
Ekki gera ráð fyrir minna en klukkutíma í að borða á veitingastað. Ljósmynd/Pexels

Bóka hótel nálægt Eiffel-turninum

Ekki falla fyrir túristagildrunni og velja stað sem segist vera í grennd við Eiffel-turninn. Fjöldi stórra hótela er í göngufjarlægð frá turninum en þau eru öll umkringd túristabúðum. Veldu frekar hótel eða Airbnb í einhverju hverfi borgarinnar og nýttu þér almenningssamgöngur til að fara og skoða turninn.

Reyna að fara með baguette og croissants heim

Brauð og sætmeti er einstaklega gott í Frakklandi og því freistandi að reyna að taka það með sér heim. Það er þó ekki mælt með því þar sem brauðið verður bara gamalt og vont við ferðalagið. Heldur er mælt með því að velja sér óskorið sveitabrauð og pakka því vel inn í pappírspoka.

Skoða bara stóru túristastaðina

Allt of margir falla í þá gryfju að skipuleggja heimsókn sína til Parísar í kringum stóru túristastaðina. París er hins vegar meira heldur en ferðamannastaðir og fullkomin borg til að ganga um og virða fyrir sér það sem er að gerast á minna þekktum stöðum. 

Götur Parísar eru einstaklega heillandi.
Götur Parísar eru einstaklega heillandi. Ljósmynd/Pexels
mbl.is