Hótelstarfsmaður leysir frá skjóðunni

Gisting | 15. desember 2023

Hótelstarfsmaður leysir frá skjóðunni

Hótelstarfsmenn upplifa ýmislegt í starfi sínu og vita ferðamenn sem gista á hótelum ekki endilega hvað á sér stað bak við móttökuborðið. Ónefndur fyrrverandi hótelstarfsmaður upplýsti um nokkur hótelleyndarmál á vef Insider. 

Hótelstarfsmaður leysir frá skjóðunni

Gisting | 15. desember 2023

Hótelstarfsmenn upplifa margt í vinnunni.
Hótelstarfsmenn upplifa margt í vinnunni. Ljósmynd/Colourbox

Hótelstarfsmenn upplifa ýmislegt í starfi sínu og vita ferðamenn sem gista á hótelum ekki endilega hvað á sér stað bak við móttökuborðið. Ónefndur fyrrverandi hótelstarfsmaður upplýsti um nokkur hótelleyndarmál á vef Insider. 

Hótelstarfsmenn upplifa ýmislegt í starfi sínu og vita ferðamenn sem gista á hótelum ekki endilega hvað á sér stað bak við móttökuborðið. Ónefndur fyrrverandi hótelstarfsmaður upplýsti um nokkur hótelleyndarmál á vef Insider. 

Máttu hirða óskilamuni

Það kemur fyrir að fólk gleymi fötum og hlutum á hótelum. Það kom hótelstarfsmanninum á óvart hversu sjaldan fólk sótti eigur sínar. Á hótelinu sem hann vann á var 90 daga reglan. Ef hlutirnir voru þar enn á hótelinu eftir 90 daga máttu starfsmenn eiga hlutina. 

Mikið úrval af hreinlætisvörum

Flestir kannast við að fá aðeins litlar túbur af sjampói og næringu ásamt sápustykki. Hótelstarfsmaðurinn segir hins vegar meira til. Á hótelinu þar sem hann starfaði var hægt að biðja sérstaklega um farðahreinsi og greiður. Þegar hótelstarfsmaðurinn er sjálfur á ferðalagi spyr hann frekar um vörurnar í staðinn fyrir að kaupa þær. 

Það er hægt að fá svo miklu meira en bara …
Það er hægt að fá svo miklu meira en bara sjampó á hótelum. Ljósmynd/Colourbox

Góðir afslættir

Sem hótelstarfsmaður á hótelkeðju fékk starfsmaðurinn góð kjör á hótelum innan keðjunnar. 

Fólk skráir sig ekki út

Það er fullt af fólki sem lætur ekki vita þegar það yfirgefur hótel sem gerir starf hótelstarfsmanna erfiðara. 

Gestir eru fullir af fróðleik

Á meðan sumir gestir eru á leiðinni í frí eru aðrir í vinnuferðum. Hótelstarfsmaðurinn fékk einstaka sinnum leynilegar upplýsingar frá gestum. 

Starfið var létt

Hótelstarfsmanninum fannst starfið vera létt. Hann taldi að starfinu hafi ekki fylgt mikið stress. Þegar lítið var að gera gat hann horft á sjónvarpið eða sinnt heimavinnu. 

Fólk á það til að gleyma eigum sínum á hótelum.
Fólk á það til að gleyma eigum sínum á hótelum.
mbl.is