Þetta þarftu að vita ef þú ætlar erlendis um jólin

Ferðaráð | 4. desember 2023

Þetta þarftu að vita ef þú ætlar erlendis um jólin

Fjöldi landsmanna ætlar að verja jólunum og áramótunum erlendis í ár. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér mikilvæga áminningu til þeirra sem eru í ferðahug. 

Þetta þarftu að vita ef þú ætlar erlendis um jólin

Ferðaráð | 4. desember 2023

Er vegabréfið þitt í gildi?
Er vegabréfið þitt í gildi? Skjáskot/Facebook

Fjöldi landsmanna ætlar að verja jólunum og áramótunum erlendis í ár. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér mikilvæga áminningu til þeirra sem eru í ferðahug. 

Fjöldi landsmanna ætlar að verja jólunum og áramótunum erlendis í ár. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér mikilvæga áminningu til þeirra sem eru í ferðahug. 

„Ertu á leiðinni út um jólin? Er vegabréfið þitt í gildi? Nú þegar ferðalög Íslendinga eru í hámarki er rétt að minna fólk á að huga að gildistíma vegabréfa sinna. Þó nokkrar aðstoðarbeiðnir berast borgaraþjónustunni ár hvert vegna útrunninna vegabréfa.

Það getur verið flókið og stundum illmögulegt að bjarga slíkum málum sem oft leiða til þess að fjölskyldur eða ferðahópar þurfa að breyta áætlunum sínum með miklum tilkostnaði.

Athugið að mörg ríki gera kröfu um að vegabréf séu í gildi í sex mánuði eftir komuna til landsins.

Vegabréf fullorðinna gilda í tíu ár frá útgáfudegi en vegabréf barna einungis í fimm ár. Móttaka umsókna um vegabréf er hjá sýslumönnum og tekur afgreiðslan að jafnaði fjóra daga. Þá er hægt að sækja um hjá fjölmörgum sendiráðum Íslands, auk þess sem ræðismenn geta bjargað handskrifuðum neyðarvegabréfum víða um heim sem þó gilda alla jafna eingöngu til heimferðar til Íslands.

Við minnum einnig á að gott er að eiga ljósrit af vegabréfinu í tölvupósti ef vegabréf glatast,“ er skrifað í færslu sem birtist á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins.

mbl.is