Hvað er hægt að gera í Varsjá í desember?

Borgarferðir | 5. desember 2023

Hvað er hægt að gera í Varsjá í desember?

Varsjá í Póllandi er frábær borg til að heimsækja í kringum jólin. Á þessum árstíma er borgin sett í hátíðlegan búning með fallegum jólaskreytingum, spennandi jólamörkuðum og flottum skautasvellum. Svo skemmir ekki fyrir hve ódýrt það er að vera í borginni!

Hvað er hægt að gera í Varsjá í desember?

Borgarferðir | 5. desember 2023

Varsjá er heillandi borg sem breytist í töfrandi jólaborg í …
Varsjá er heillandi borg sem breytist í töfrandi jólaborg í desember. Ljósmynd/Unsplash/Elijah G

Varsjá í Póllandi er frábær borg til að heimsækja í kringum jólin. Á þessum árstíma er borgin sett í hátíðlegan búning með fallegum jólaskreytingum, spennandi jólamörkuðum og flottum skautasvellum. Svo skemmir ekki fyrir hve ódýrt það er að vera í borginni!

Varsjá í Póllandi er frábær borg til að heimsækja í kringum jólin. Á þessum árstíma er borgin sett í hátíðlegan búning með fallegum jólaskreytingum, spennandi jólamörkuðum og flottum skautasvellum. Svo skemmir ekki fyrir hve ódýrt það er að vera í borginni!

Ferðavefur mbl.is tók saman fimm skemmtilega hluti sem hægt er að gera í Varsjá í desember. 

1. Töfrandi jólamarkaðir

Það er ekki hægt að heimsækja Varsjá í desember án þess að kíkja á að minnsta kosti á einn jólamarkað. Gamli bærinn í Varsjá breytist í töfrandi stað þar sem ýmsir jólamarkaðir bjóða upp á mismunandi mat, drykki, afþreyingu og fallega bása til að skoða.

Stærsta jólamarkaðinn í Varsjá finnur þú á Kastalatorginu fyrir framan konungshöllina.

Borgin verður afar jólaleg í desember með töfrandi jólaljósum og …
Borgin verður afar jólaleg í desember með töfrandi jólaljósum og skreytingum. Ljósmynd/Unsplash/Shipikk

2. Gamli bærinn

Gamla bæinn er ómissandi að skoða hvenær sem er árs, en hann er einstaklega sjarmerandi og á heimsminjaskrá UNESCO. Fallegar byggingar einkenna bæinn, en á veturna er hann skreyttur með fallegu jólaskrauti sem býr til notalega stemningu.

Gamli bærinn er ómissandi partur af fríinu í Varsjá.
Gamli bærinn er ómissandi partur af fríinu í Varsjá. Ljósmynd/Unsplash/Anna Holodna

3. Jólaljósahátíð

Í desember er Varsjá upplýst þökk sé árlegri jólaljósahátíð borgarinnar. Jólaljósin byrja á aðaltorgi gamla bæjarins og teygja sig 20 km til Wilanów. Upphaf hátíðarinnar er í byrjun desember og það þykir ekki síður töfrandi að vera viðstaddur þegar kveikt er á ljósunum.

Í desember fyllist bærinn af jólaljósum á hinni árlegu jólaljósahátíð …
Í desember fyllist bærinn af jólaljósum á hinni árlegu jólaljósahátíð Varsjár. Ljósmynd/Unsplash/Yulia Z

4. Skautasvell

Það er eitthvað jólalegt við það að fara á skauta í desember. Það eru nokkur skemmtileg skautasvell í Varsjá yfir hátíðirnar, en eitt fallegasta skautasvellið er fyrir utan Menningar- og vísindahöllina í borginni. 

Skautasvellið er á sérlega fallegum stað, en á kvöldin verður …
Skautasvellið er á sérlega fallegum stað, en á kvöldin verður stemningin enn jólalegri þegar jólaljósin eru tendruð á torginu. Ljósmynd/Unsplash

5. Útsýnisferð

Útsýnið úr turni St. Anne's kirkju þykir stórbrotið og ekki síður á veturna þegar borgin er þakin jólaljósum og snjó. Það þarf að ganga upp 147 þrep til að komast upp í turninn, en það er vel þess virði þegar toppinum er náð. 

Hver elskar ekki gott útsýni!
Hver elskar ekki gott útsýni! Ljósmynd/Unsplash/Victor Malyushev
mbl.is