Aníta varð heilluð á Copacabana-ströndinni í Ríó

Borgarferðir | 8. október 2023

Aníta varð heilluð á Copacabana-ströndinni í Ríó

Aníta Ösp Ingólfsdóttir er mikil ævintýrakona sem hefur alla tíð lagt áherslu á að grípa tækifærin sem henni gefast og vera óhrædd við að fara ótroðnar slóðir, ekki síst ef þær liggja út fyrir landsteinana. Aníta hefur mikið dálæti á ferðalögum og hefur verið dugleg að ferðast víðsvegar um heiminn, en hún veit fátt betra en að upplifa nýja menningu í sól og hita.

Aníta varð heilluð á Copacabana-ströndinni í Ríó

Borgarferðir | 8. október 2023

Aníta Ösp Ingólfsdóttir hefur mikinn áhuga á ferðalögum og veit …
Aníta Ösp Ingólfsdóttir hefur mikinn áhuga á ferðalögum og veit fátt betra en að upplifa nýja menningu í sól og hita.

Aníta Ösp Ingólfsdóttir er mikil ævintýrakona sem hefur alla tíð lagt áherslu á að grípa tækifærin sem henni gefast og vera óhrædd við að fara ótroðnar slóðir, ekki síst ef þær liggja út fyrir landsteinana. Aníta hefur mikið dálæti á ferðalögum og hefur verið dugleg að ferðast víðsvegar um heiminn, en hún veit fátt betra en að upplifa nýja menningu í sól og hita.

Aníta Ösp Ingólfsdóttir er mikil ævintýrakona sem hefur alla tíð lagt áherslu á að grípa tækifærin sem henni gefast og vera óhrædd við að fara ótroðnar slóðir, ekki síst ef þær liggja út fyrir landsteinana. Aníta hefur mikið dálæti á ferðalögum og hefur verið dugleg að ferðast víðsvegar um heiminn, en hún veit fátt betra en að upplifa nýja menningu í sól og hita.

Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Ég hef ferðast frekar mikið, en eins mikið og ég elska að skoða ný lönd þá er ég stundum vanaföst og fer oft á sömu staðina.

Ég hef ferðast til Spánar, Ítalíu, Frakklands, Englands, Skotlands, Kína, Bandaríkjanna, Brasilíu, Svíþjóðar, Noregs, San Marinó og núna síðast til Mónakó.“

Aníta hefur ferðast víða og þykir gaman að heimsækja nýja …
Aníta hefur ferðast víða og þykir gaman að heimsækja nýja áfangastaði.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Ég á ekkert eitt ferðalag sem er eftirminnilegast en á hins vegar mjög mörg eftirminnileg augnablik. Þar má nefna Beyoncé tónleika í Los Angeles, göngu upp að Christ the Redeemer styttunni í Brasilíu, PSG leik á meðan mótmælin voru í París, þegar ég var að taka upp Super Bowl auglýsingu í -16 gráðum í Minneapolis, horfa á Flamingo dans í Seville og allar ferðirnar til Lundúna að heimsækja vinkonu mína sem býr þar.“

Tökur á Super Bowl auglýsingunni sem var sýnd árið 2018.
Tökur á Super Bowl auglýsingunni sem var sýnd árið 2018.

„Ég hef verið svo heppin að ferðast tvisvar til Kína og eru þær ferðir báðar mjög eftirminnilegar. Það sem ég man best úr þeim ferðum er þegar ég fór til Kína í fyrsta skiptið og sá The Bund í fylgd vopnaðra öryggisvarða og svo seinna skiptið í Kína þegar ég hljóp um Disneyland í Shanghai eins og 5 ára barn.

Svo á ég svo frábæra fjölskyldu sem ég ferðast mikið með og ég myndi segja að allar ferðir með þeim séu virkilega eftirminnilegar.“

Einstakt útsýni yfir Sjanghæ í Kína.
Einstakt útsýni yfir Sjanghæ í Kína.

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Ætli ég verði ekki að segja að Lundúnir sé í uppáhaldi en ég hef oft komið þangað og elska hvað það er mikið líf og alltaf mikið um að vera í borginni. París, Nice og Seville fylgja síðan fast á eftir.“

Lundúnir eru uppáhaldsborg Anítu í Evrópu.
Lundúnir eru uppáhaldsborg Anítu í Evrópu.

En utan Evrópu?

„Ríó er án efa mín uppáhaldsborg sem ég hef heimsótt utan Evrópu. Það var á Copacabana-ströndinni sem ég ákvað það að þetta væri mín uppáhaldsborg. Ég var að drekka Piña colada á meðan sólin settist, fólk var að spila fótbolta og strandbarinn spilaði Danza Kuduro lagið. Það var eitthvað við Ríó sem var bara eins og að vera í kvikmynd og ég elskaði það.“

Aníta varð heilluð af Ríó eftir töfrandi kvöldstund á Cobacabana-ströndinni.
Aníta varð heilluð af Ríó eftir töfrandi kvöldstund á Cobacabana-ströndinni.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

„Ég myndi segja að mínir uppáhaldsstaðir á Íslandi séu Ásbyrgi, Landmannalaugar og Vestmannaeyjar vegna þess að þessir staðir bjóða allir uppá svo fallega náttúru og fallegt landslag. Mér finnst þó alltaf gaman að ferðast um landið og skoða allt sem Ísland hefur uppá að bjóða.“

Það er fátt sem toppar íslenska náttúru.
Það er fátt sem toppar íslenska náttúru.

Hvert ferðaðist þú í sumar og hvað stóð upp úr?

„Ég byrjaði sumarið á því að ferðast til Mónakó með vinkonu minni til að horfa á Formúlu 1. Það var æðisleg ferð en við ferðuðumst aðeins um suðurströnd Frakklands og kíktum til Nice, Éze, Mónakó og fórum svo á kvikmyndahátíðina í Cannes. Við vörðum þó mestum tíma í Mónakó þar sem Formúlan var í gangi og þar var mikið líf og fjör hvern einasta dag. Þetta var svakaleg upplifun enda er Formúlan í Mónakó ein sú þekktasta í heimi. Það var alltaf mikið um að vera en það sem stóð hæst upp úr hjá mér var hvernig þeir opnuðu brautina beint eftir keppnina og hún breyttist í eins konar útihátíð.“

Í sumar fór Aníta í sannkallað ævintýraferðalag.
Í sumar fór Aníta í sannkallað ævintýraferðalag.

„Það kom mér svakalega að óvart hvað allt var aðgengilegt þarna, við gengum bara um höfnina þar sem það var partý á hverri einustu snekkju og svo var búið að breyta brautinni og stúkunum í skemmtistaða lengju. Þetta var ótrúleg upplifun!

Ég ferðaðist líka mikið innanlands, fór norður á Akureyri um Verslunarmannahelgina, kíkti til Vestmannaeyja og fór í þó nokkur ferðalög um Suðurlandið.“

Aníta var líka dugleg að ferðast innanlands í sumar.
Aníta var líka dugleg að ferðast innanlands í sumar.

Besti maturinn sem þú hefur fengið á ferðalagi?

„Ég elska pasta. Ég smakkaði trufflupasta í París sem var alveg æðislegt.“

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég er hrifnust af ferðum sem eru blanda af sólarlanda- og menningarferð. Ég elska söfn og menningarstaði, að einfaldlega að labba um og gleyma mér í mannlífinu. Það er svo gaman skoða borgirnar sem ég heimsæki en svo er alltaf plús að hafa góðan hita og sól.“

Anítu þykir gott að vera í sól og hita.
Anítu þykir gott að vera í sól og hita.

Hvert dreymir þig um að ferðast?

„Mig dreymir um að ferðast til Japan einn daginn, helst þegar það er Cherry Blossom tímabil. Danmörk, Pólland og Grikkland eru líka hátt á lista yfir þau lönd sem mig langar að heimsækja. Ég fæ líka oft einhverja dagdrauma eins og að heimsækja Fiji-eyjarnar eða fara til Madagaskar eða Tansaníu í safaríferð, en sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Draumur Anítu er að fara til Japan, en hún nefnir …
Draumur Anítu er að fara til Japan, en hún nefnir einnig nokkur önnur lönd sem hana langar mikið að heimsækja.

Hvaða ferðalög eru á dagskrá hjá þér?

„Ég á mjög skemmtileg ferðalög fram undan en í október fer ég til Balí í Indónesíu í smá frí og þaðan fer ég svo til Sydney og Gold Coast í Ástralíu. Ég er svo spennt að heimsækja Ástralíu þar sem kærasti minn er þaðan og svo í janúar fer ég til Taílands.“

Það er margt spennandi framundan hjá Anítu.
Það er margt spennandi framundan hjá Anítu.
mbl.is